Saga - 1995, Síða 160
158
JÓN Þ. ÞÓR
skipin hér við land. Er lyklarnir voru þýddir og bornir saman við
skeyti í skjalasafni Landssímans, kom í ljós, að mikill fjöldi skeyta
hafði verið sendur til skipsins.43 Velktust þá fáir í vafa um, að hér
hafði, nánast fyrir tilviljun, komist upp um umfangsmikla njósna-
starfsemi. Frekari rannsókn leiddi í ljós, að tveir íslendingar höfðu
öðrum fremur staðið í sambandi við skipið. Annar þeirra var um-
boðsmaður erlendra togara, en hinn loftskeytamaður og hafði hann
leyst dulmálslykla dómsmálaráðuneytisins, Skipaútgerðar ríkisins
og danska sendiherrans og fengið togaramönnum þá.44
Eins og vænta mátti vakti þetta mál mikla athygli og herti enn á
þeim, sem unnu að rannsókn skeytasendinganna. Eins og áður sagði,
voru margir menn teknir til yfirheyrslu á útmánuðum 1936. Niður-
stöður réttarhaldanna, sem haldin voru í Reykjavík og Vestmanna-
eyjum, urðu þær að á árunum 1936 og 1937 voru tíu menn dæmdir
sekir í lögreglurétti Reykjavíkur og einn í lögreglurétti Vestmanna-
eyja. Hæstiréttur staðfesti átta af dómunum, en sýknaði þrjá þeirra,
sem dæmdir voru í Reykjavík.45 Dómamir vom allir fyrir brot á lög-
um nr. 5 frá 18. maí 1920 um bann gegn botnvörpuveiðum, en þar
sagði í 4. grein, að hver sá sem leiðbeindi skipi við ólöglegar veiðar í
landhelgi skyldi sæta sektum, kr. 500-5.000, og í 5. grein sömu laga
var kveðið á um að dæma mætti menn til fangelsisvistar fyrir ítrekuð
brot.46
Allir þeir, sem sakfelldir vom fyrir landhelgisnjósnir á ámnum
1936-38, vom dæmdir í sektir og enginn þurfti að sæta fangelsis-
vist, ef undan er skilinn einn maður, sem settur var í gæsluvarðhald
um skeið, á meðan rannsókn stóð yfir í máh hans. Allir hinna dæmdu
vom íslendingar og allir voru þeir dæmdir fyrir ólögleg skeyta-
skipti við breska togara. Enginn var hins vegar dæmdur fyrir aðild
að íslensku „kvótafélögunum" og er það í sjálfu sér athyglisvert þeg-
ar þess er gætt að við réttarhöld varð uppvíst um umfangsmiklar og
þrautskipulagðar njósnir í þágu íslenskra botnvörpuskipa.
Með dómunum á ámnum 1936 og 1937 virðist svo sem „Ömmu-
málinu" hafi í raun lokið. Setning bráðabirgðalaganna árið 1936 og
rannsóknin, sem í kjölfarið fylgdi, virðast hafa náð þeim tilgangi sín-
43 Sama heimild.
44 Sama heimild.
45 Str. í. I. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Db. 12, nr. 175; Str. í. I. Db. 12, nr. 1939-
40.
46 Stj. tíð. 1920, A, 7.
J