Saga - 1995, Blaðsíða 162
160
JÓN Þ. ÞÓR
Umfjöllun um „Ömmumálið"
„Ömmumálið" vakti mikla athygli hér á landi á sínum tíma og var
mikið um það fjallað. Málið var hápólitískt og öll umfjöllun um það í
dagblöðum fór fram eftir pólitískum línum og einkenndist af þeirri
hörku og stóryrðum, sem settu svo mjög svip sinn á alla stjómmála-
umræðu hér á landi á millistríðsárunum. Framsóknarmenn fóru fyrir
þeim sem börðust gegn skeytasendingunum og notuðu blöð flokks-
ins, einkum Nýja dagblaðið og Tíminn, nánast hvert tækifæri til að
koma höggi á pólitíska andstæðinga. Umfjöllun um sakboma menn
og gmnaða var oft á tíðum ærið glannaleg, svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Athæfi þeirra var líkt við landráð og fá tækifæri vom látin
ónotuð tíl að minna lesendur á tengsl sakbominga við Sjálfstæðis-
flokkinn. Þeir vom að vísu sjaldan nafngreindir, en kallaðir „íhalds-
forkólfar" og staðsettír þannig, að fáir, sem tíl þekktu, gátu velkst í
vafa um við hverja var átt. Magnaðist málflutningur blaðanna um
allan helming eftir að upp komst um landhelgisnjósnirnar í ársbyrj-
un 1936 og er togarinn Vinur var tekinn í lok janúar það ár.48
Morgunblaðið varð helst tíl andsvara af hálfu sjálfstæðismanna, en
tónn þess var allur hægari en blaða framsóknarmanna. Blaðið birtí
fréttír af landhelgisnjósnunum og rannsókn þeirra, en reyndi aldrei
að verja þær. Af skiljanlegum ástæðum hafði blaðið lítinn áhuga á
því að gera málið að flokksmáli, þótt það héldi á hinn bóginn hik-
laust fram þeim rökum sem sjálfstæðismenn höfðu uppi á alþingi.49
En fleiri urðu tíl þess að fjalla um þessi mál á prentí en flokksblöð-
in ein. „Samviska þjóðarinnar", Spegillinn, birtí tíðum fréttir og skop-
myndir, sem tengdust málinu og kveður þar óneitanlega við annan
tón en í flokksblöðunum. Þá gerðu rithöfundar sér og mat úr mál-
inu og nægir þar að minna á kostulegar lýsingar Halldórs Laxness
á heilsufari frú Soffíu Sörensen, ömmu Péturs þríhross, í upphafi
skáldsögunnar Hús skáldsins, sem út kom skömmu eftír að „Ommu-
málinu" lauk.
Sá, sem þessar línur ritar, hefur ekki gert gangskör að því að kanna
hvað skrifað var um „Ömmumálið" í erlend blöð, hvorki dönsk ne
bresk. Þó er vitað, að blöð, sem gefin voru út í stærstu útgerðarbæj-
48 Sjá t.d. Nýja dagblaðið 10. janúar og 1. febrúar 1936; Tíminn 15. og 22. janúar
1936.
49 Sjá t.d. Morgunblaðið, 11., 15. og 17. janúar 1936.