Saga - 1995, Page 165
„ÖMMUSKEYTIN" 163
tengdust þessum málum, voru enskir, og flestir frá Grimsby. Skoskra
skipa er aldrei getið í sambandi við togaranjósnimar og verður trauðla
önnur ályktun af því dregin en sú, að útgerðarmenn í Aberdeen hafi
ekki æskt slíkrar þjónustu af umboðsmönnum sínum hérlendis. Þá
er þýskra togara ekki heldur getið í sambandi við njósnimar og
kann það að hafa átt sinn þátt í því að Þjóðverjar vom tiltölulega oft-
ar teknir í landhelgi en bæði íslendingar og Bretar. Af 175 skipum,
sem tekin vom að ólöglegum veiðum á ámnum 1927-34, vom 84
þýsk, 59 bresk og aðeins átta íslensk.52 Sýnir það ef til vill betur en
flest annað árangur njósnastarfseminnar, en þýskir togarar vom jafn-
ar> miklum mun færri hér við land en þeir bresku og aðeins lítið eitt
fleiri en þeir íslensku.
Um orsakir landhelgisnjósnanna þarf ekki að hafa mörg orð. Gróða-
hyggja virðist hafa ráðið þar mestu, en eins og þegar hefur komið
fram, var mest um landhelgisbrot síðsumars og á haustin, þegar ís-
lensku togaramir fiskuðu í ís fyrir Bretlandsmarkað. Besta fiskinn
fyrir þann markað, smáþorsk, ýsu og kola, var helst að hafa við
landhelgismörkin fyrir Suður- og Suðvesturlandi og því freistuðust
menn gjarnan inn fyrir línuna.53 Þar vom menn næsta vissir um að
fá fisk, sem seldist vel á erlendum mörkuðum, og gætu þeir fiskað í
ró og næði, án þess að þurfa að óttast að varðskip kæmi að þeim
óvömm, var góður sölutúr oftast tryggður. í þessu viðfangi ber og
að hafa í huga, að landhelgisnjósnimar virðast hafa færst vemlega í
aukana þegar kom fram um og yfir 1930. Þá var áhrifa heimskrepp-
unnar tekið að gæta af fullum þunga, sala á fiski varð erfiðari en
áður, verð lækkaði og atvinnuöryggi sjómanna minnkaði. Skipstjórar
áttu því æ meira undir afla og sölu og freistuðust því frekar til að
fefla á tvær hættur. Sama máli virðist hafa gegnt um þá, sem stóðu í
skeytasendingum í landi. Njósnir fyrir breska togara virðast ekki
flafa hafist að marki fyrr en kom fram um 1930 og af yfirheyrslum
yfir þeim, sem í skeytasendingunum stóðu, kom fram, að þeir fengu
ýnúst greitt fyrir viðvikið eða töldu sig tryggja umboðsmennskuna.
Fjárhagslegar ástæður virðast þannig hafa ráðið mestu, en einnig
Aer að hafa í huga annað atriði, sem þó var fremur sálfræðilegt. Flest-
lr fremstu aflamennimir fiskuðu innan landhelgi og skipstjórar
þóttu hreinlega ekki menn með mönnum, nema þeir gerðu það.54
52 Sbr. Jón Þ. Þór (1991), 54-56.
Sbr. Jón Guðnason (1987), 143.
54 Sbr. Guðjón Friðriksson (1983), 108-9.