Saga - 1995, Side 166
164
JÓN Þ. ÞÓR
Ekki leikur á tvennu að landhelgisnjósnimar vom ólöglegar allt
frá upphafi. Það sést best af því, að þeir, sem dæmdir vom fyrir
skeytasendingarnar, vom allir sakfelldir fyrir brot á lögum frá
1920, enginn var dæmdur á gmndvelli bráðabirgðalaganna frá 1936.
I þessu viðfangi ber einnig að gæta þess, að þeir sem njósnimar
stunduðu virðast hafa gert sér þess fulla grein frá upphafi, að athæfi
þeirra væri ólöglegt. Sama máli gegndi um andstæðinga „Ömmu-
fmmvarpsins" á alþingi og þá, sem reyndu að réttlæta skeytasend-
ingamar áður en frumvarpið kom fram. Röksemdir þeirra vom þær,
að of mikil skriffinnska fylgdi eftirliti með skeytasendingunum og
að auðvelt yrði að fara í kringum lögin. Þess vegna væri efling og
uppbygging landhelgisgæslunnar eina ömgga leiðin til að koma í
veg fyrir landhelgisbrot.
Þessi röksemd svarar að hluta síðustu rannsóknarspurningunni:
Hvers vegna stjómvöld gripu ekki fyrr í taumana en raun bar vitni.
Engin ástæða er til að væna ríkisstjóm Ihaldsflokksins á ámnum
1923-27 um að hafa látið sér landhelgisbrotin í léttu rúmi liggja.
Hún efldi landhelgisgæsluna, eins og þegar hefur komið fram, en
virðist hins vegar aldrei hafa hugleitt það í neinni alvöru að stemma
stigu við skeytasendingunum með því að hefja eftirlit með þeim. Ber
þá og að hafa í huga, að loftskeytanotkunin virðist hafa aukist til
muna eftir að stjómin lét af völdum í ágústmánuði 1927.
Framsóknarmenn virðast frá upphafi valdaferils síns hafa verið
staðráðnir í því að uppræta landhelgisnjósnimar og þá hlýtur sú
spuming að vakna, hvers vegna þeir hófu ekki fyrr rannsókn á mál-
inu og settu bráðabirgðalög, fremur en að basla árum saman við að
þvæla „Ómmufmmvarpinu" í gegnum þingið. Við þessari spum-
ingu gefst ekkert einhlítt svar, en eins og áður var getið, virðast
njósnimar hafa færst mjög í aukana á kreppuámnum. Þá munu
njósnir í þágu enskra togara einnig hafa hafist fyrir alvöm og af
blöðum framsóknarmanna má sjá, að mörgum ofbauð það athæfi,
þótti það nánast landráð að greiða erlendum fiskiskipum leið inn í
landhelgina. Er því ekki fráleitt að ætla, að skeytasendingamar til
ensku togaranna hafi verið komið sem fyllti mælinn og réði úrslit-
um um það að íslensk stjómvöld afréðu á árinu 1935 að beita öllum
tiltækum ráðum til að stöðva þessa iðju.
Okkur, sem nú lifum og höfum upplifað þrjú þorskastríð, kann að
þykja athæfi þeirra íslendinga, sem í landhelgisnjósnunum stóðu,
siðlaust og óafsakanlegt. Hér verður engin tilraun gerð til að bera í
bætifláka fyrir þessa menn, en ef vel er að gáð verða athafnir þeirra
A