Saga - 1995, Page 169
ÁRMANN JAKOBSSON
Hákon Hákonarson:
Friðarkonungur eða fúlmenni?
Hákon Hákonarson Noregskonungur (1217-1263) hefur fengið heldur hrak-
'egan dóm hjá íslenskum sagnfræðingum 20. aldar. Hér verða dregnir saman
helstu þættir í gagnrýni þeirra og afstaða þeirra til Hákonar borin saman við
v‘ðhorf íslenskra sagnarita á 13. öld.
Ákæruvaldið: íslenskir sagnfræðingar á 20. öld
Það má með sanni segja, að sjaldan er ein báran stök, þegar
um tjón og ógæfu er að ræða. Einmitt um þessar mundir, þeg-
ar alt logar hér í deilum og ófriði, hittist svo á, að Hákon Há-
konarson kemst til valda í Noregi, - einhver sá slægvitrasti,
harðfylgnasH og um leið samvizkulausasH þjóðhöfðingi, sem
nokkru sinni hefur ráðið þar ríkjum. Hann tekur upp hug-
myndir fyrirrennara sinna um yfirráðin á Islandi og fylgir
þeim fram með allri þeirri kepni og undirhyggju, sem hon-
um var lagið. Það er svo sem óþarft að taka það fram, að hann
notar sér út í yztu æsar ósamlyndið og flokkadráttinn á Is-
landi til að fá vilja sínum framgengt. Hann gerir út menn
bæði leynt og ljóst H1 að reka erindi sitt á íslandi, blæs jafnt
og þétt að sundrungareldinum og kveykir hann á ný þegar
hann ætlar að slokna. Hann treður upp á landsmenn útlend-
um biskupum, sem undir yfirskini guðhræðslunnar beita refsi-
meðulum kirkjunnar H1 að kúga sjálfstæði þjóðarinnar og greiða
konungsvaldinu veg. Hann leikur á alla lægstu strengi mann-
legs eðlis H1 að koma fram vilja sínum, enda hefði hann aldrei
fengið honum framgengt með öðru móH. Hann lolckar og ginn-
ir með fögrum loforðum; hann sparar hvorki flærð né fagur-
gala við höfðingjana H1 að vinna þá á sitt mál, og hleður á þá
fánýtum titlum og tignarmerkjum; hann elur á óvildinni og
ástríðunum, setur þá hvem H1 höfuðs öðrum, sigar þeim sam-
an í eina ófriðarbendu, og hremmir svo undir sig eignir
þeirra og mannaforráð jafn ótt og þeir falla úr sögunni og
skipar það sínum handgengnum þjónum og sendisveinum.
S/4G^, tímarit Sögufélags XXXIII -1995, bls. 166-185