Saga - 1995, Page 174
172
ÁRMANN JAKOBSSON
ild um viðhorf örfárra manna og þá einkum Sturlu sjálfs. En hann
hefur oft verið talinn höfuðandstæðingur Noregskonungs og jafnvel
eins konar foringi íslensku andspyrnuhreyfingarinnar gegn valdi
hans.11
Fyrstu afskipti Hákonar Hákonarsonar af íslandi virðast vera árið
1220 þegar rætt er um það í Noregi að senda herskip til fslands. Þá
er hann barnungur og Skúli jarl virðist hafa frumkvæði að þessu,
bæði í Hákonarsögu og íslendingasögu. í Hákonarsögu kemur Há-
kon sjálfur í veg fyrir herferðina og segir: „þat mun verða allra
skaði, ef Iandit er herjat" en bara örfáir séu brotlegir við hann.12 En
samkvæmt íslendingasögu er það Snorri Sturluson sem telur um
fyrir Skúla jarli:
En við slíkar fortölur slævaðist heldr skap jarlsins, ok lagði
hann þat ráð til, at íslendingar skyldi biðja Hákon konung, at
hann bæði fyrir þeim, at eigi yrði herferðin.
Konungrinn var þá ungr, en Dagfinnr lögmaðr, er þá var
ráðgjafi hans, var inn mesti vinr íslendinga. Ok var þat af
gert, at konungr réð, at eigi varð herförin. En þeir Hákon
konungr ok Skúli jarl gerðu Snorra lendan mann sinn, var
þat mest ráð þeira jarls ok Snorra. En Snorri skyldi leita við
íslendinga, at þeir snerist til hlýðni við Nóregshöfðingja.13
Frásagnir fslendingasögu og Hákonarsögu þurfa ekki að stangast á.
í báðum tilvikum er það Hákon konungur sem ræður mestu um að
ekki er lagt í herferð þessa. En íslendingasaga leggur áherslu á þátt
Snorra í að bjarga íslendingum (og raunar einkum Oddaverjum)
frá þessari innrás. Þó að undarlegt megi virðast verður ekki annað
séð en þeir Skúli Ieggi í sameiningu á ráðin um að Snorri verði lend-
ur maður og komi landinu undir Noregskonung. f Hákonarsögu er
það aftur á móti Skúli einn sem á frumkvæðið: „Var þá fyrsta sinru
rætt af jarli, at Snorri skyldi koma landinu undir Hákon konung."14
Hvað sem því líður verður Snorra ekkert úr verki og þessar frásagn-
ir gefa ekkert tilefni til að ætla að Hákon konungur sé farinn að sýna
íslandi verulegan áhuga árið 1220.
11 Jón Helgason. Kristnisaga íslands, 146.
12 Hákonar saga gamla. Konungasögur III. Guðni Jónsson gaf út. Akureyri 1957,
70.
13 Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjám sau
um útgáfuna. Rvík 1946.1,278.
14 Hákonar saga, 70.