Saga - 1995, Síða 175
HÁKON HÁKONARSON
173
Mörgum árum síðar, árið 1233, er Sturla Sighvatsson á ferð í Nor-
e8* °g hittir þar konung. Islendingasaga segir svo frá: „Fann Sturla
Hákon konung í Túnsbergi, ok tók hann allvel við honum, ok
dvalðist hann þar lengi inn síðara vetr, er hann var í Nóregi, ok töl-
uðu þeir konungrinn ok Sturla jafnan."15 En síðar er upplýst hvað
var rætt:
Hákon konungr var ok mikill vinr Sturlu, því at þat var
mjök talat, at þeir Sturla hefði þau ráð gert, at hann skyldi
vinna land undir Hákon konung, en konungr skyldi gera
hann höfðingja yfir landinu. Hafði Hákon konungr þar mest
varaðan Sturlu við, at hann skyldi eigi auka manndráp á
landinu ok reka menn heldr útan.16
Þessi ráðagerð virðist vera þeirra beggja, kommgs og Sturlu. Hæpið
er að álykta að konungur sé að „ginna" Sturlu með vegtyllum. Jafn
lfldegt er að Sturla eigi sjálfur frumkvæðið og fái konung til að styðja
Sl8- Og Islendingasaga tekur fram að Hákon konungur beri enga
abyrgð á því ofbeldi sem Sturla notaði til að ná markmiðum sínum.
Frásögn Hákonarsögu er skýrari og þar virðist þessi ráðagerð
sPretta af samræðum þeirra:
Konungr hafði Sturlu í boði sínu ok talaði við hann marga
hluti. Lét konungr illa yfir því, er Sturla sagði honum ófrið
mikinn af íslandi. Konungr spurði, hversu mikit fyrir mundi
verða at koma einvaldi yfir landit, ok kvað þá mundu vera
frið betra, ef einn réði mestu. Sturla tók þessu líkliga ok kvað
lítit mundu fyrir verða, ef sá væri harðvirkr ok ráðugr, er við
tæki. Konungr spurði, ef hann vildi taka þat ráð. Hann kvaðst
til mundu hætta með konungs ráði ok forsjá ok eiga slíkra
launa ván af honum sem honum þætti verðugt, ef hann
fengi þessu á leið komit. Konungr sagði svá, at hann skyldi
eigi með manndrápum vinna landit, en bað hann taka menn
ok senda utan eðr fá ríki þeirra með öðru móti, ef hann mætti.
Sturla var oftliga með konungi um vetrinn, ok töluðu þeir
þetta mál.17
inníg hér eru tekin af öll tvímæli um að konungur sé andvígur of-
disverkum Sturlu og það er ítrekað síðar í sögunni:
Sturhinga saga 1,364.
^ Sama rit, 439.
Hákonar saga, 208.