Saga - 1995, Page 177
HÁKON HÁKONARSON
175
af íslendingasögu að tilraun sé gerð til að skipa Snorra að fara utan
eða að þvinga hann til þess.
Það er ekki konungur sem tekur ákvörðun um að drepa Snorra. í
Hákonarsögu segir: „Þetta haust tók Gizurr Þorvaldsson af lífi
Snorra Sturluson í Reykjaholti á íslandi."20 Víginu er lýst algjörlega
a hendur Gissuri. f íslendingasögu kemur aftur á móti hvergi fram
að Gissur hafi gefið skipun um að drepa Snorra. Þar er sagt frá kost-
Um konungs og því að Gissur reyni ekkert til að fá Snorra til að fara
utan með góðu, en hvergi er minnst á að ætlunin sé að drepa hann
fyrr en Símon knútur, skósveinn Gissurar, biður Áma beisk að
^°8gva Snorra.21 Enginn vafi leikur á að víg Snorra hefur þótt
fólskuverk og þar sem mikils kulda gætir í garð Gissurar í Hákon-
arsógu þarf ekki að koma á óvart að vígið sé þar eignað honum.22
Hákonarsaga er skrifuð skömmu eftir lát konungs og meint svik
Gissurar jarls (eins og hann var þá) við Sturlu Þórðarson honum í
fersku minni. íslendingasaga er á hinn bóginn varla skrifuð fyrr en
Um 1280.23 Þá er Gissur látinn, Sturla sjálfur orðinn helsti valdamað-
Ur á íslandi og reiðin gufuð upp. Hann tekur því þá afstöðu að taka
enga afstöðu: Ekki er úr því skorið hvort það var konungur eða Giss-
Ur sem ber ábyrgðina en allri sök skellt á smáættaðan mann, Símon
sem hefur hvort sem er verið veginn til hefnda.24
Margir sagnfræðingar á þessari öld hafa talið Hákon konung bera
ábyrgð á vígi Snorra.25 En þá afstöðu hafa þeir ekki frá Sturlu Þórð-
20
21
22
23
24
25
Hákonar saga, 316.
Sturlunga saga 1,454.
Sturla taldi Gissur hafa svikið sig um lén, eins og fram kemur í íslendinga-
^Su: „Þá var Hrafni Oddssyni skipaðr Borgarfjörðr, en tekinn af Gizuri jarli,
en jarl hafði skipat áðr Sturlu Þórðarsyni. Þótti Sturlu þá eigi efnd við sik af
Gizuri jarli þau in fögru heit, er fram váru mælt við hann." (Sturlunga saga I,
528). Kala í garð Gissurar má greinilega sjá í lýsingum Hákonarsögu, 361, 403,
406 og 421-22.
Jón Jóhannesson. „Um Sturlungu", xxxix.
^essi vingulsháttur sagnaritarans Sturlu kemur vel heim við vingulshátt lög-
mannsins Sturlu eins og honum er lýst í Árna sögu biskups (Þorleifur Hauks-
5on hjó til prentunar. Rit Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi 2, Rvík 1972,
5,57): „lögsögumaður var ógreiður og skaut flestum málum undir byskups
°m og annarra manna, þeirra er sýndist" og síðar: „af Sturlu stóð minna gagn
en þörf stóð til". Samræming er á ábyrgð undirritaðs.
ón Helgason. Krislnisaga íslands, 134. Einar Ól. Sveinsson. Slurlungaöld, 14.
Jón Jóhannesson. íslendinga saga 1,301 og víðar.