Saga - 1995, Page 178
176
ÁRMANN JAKOBSSON
arsyni sem segir frá því að Órækja Snorrason fór utan og fékk grið
fyrir að fara út í óleyfi, eins og Snorri hafði gert, „en þó sagði kon-
ungr hann betr til fallinn at deyja fyrir þá sök en föður hans, - „ok
eigi mundi hann dáit hafa, ef hann hefði á minn fund komit.""26
Þetta er niðurstaða Hákonarsögu í málinu. Konungur er ekki sekur
um dauða Snorra. Vígið var framið gegn vilja hans.
Það er fyrst þegar kemur fram yfir 1240 að Hákon fer að koma að
ráði við sögu Islands. Fyrst í stað virðist það vera að frumkvæði ís-
lenskra höfðingja. Gissur býður Órækju að konungur geri um mál
þeirra árið 1242,27 árið 1245 verður sú lausn á deilum Þórðar kakala
og Kolbeins unga að „þeir myndi fara útan báðir, Kolbeinn ok
Þórðr, ok skyldi Hákon konungr gera um öll mál þeira".28 Árið eftir
sættast Þórður og Gissur á að „Hákon konungr skyldi gera með
þeim við þá menn, sem hann vildi við hafa."29 Árið 1249 sigla Sæ-
mundarsynir til Noregs og gefa Noregskonungi goðorð sín.30 Hvergi
verður séð að Hákon konungur eigi frumkvæði að þessu31 og þaðan
af síður bendir neitt til þess að hann reyni að magna innanlandsátök
á Islandi. Hann virðist fremur vera dreginn inn í þau af íslenskum
höfðingjum sem hver um sig vill fá stuðning hans í eigin deilum-
Jafnvel Eyjólfur ofsi býðst til að leggja mál sín í dóm hans árið 125532
og bændur í Eyjafirði vilja engu svara Þorvarði Þórarinssyni nema
að hafa ráð Hákonar konungs og Þórðar kakala.33
Það er ekki fyrr en eftir krýningu sína árið 1247 að konungur fer
beinlínis að gera tilkall til íslands og samkvæmt Hákonarsögu er
það að bendingu Vilhjálms kardínála: „Vilhjálmr cardinalis sagði þat
ósannligt, at ísland þjónaði eigi undir einn konung sem öll önnur
lönd í veröldu."34 Nýlega hefur verið sýnt fram á að þar sem kardín-
álinn var ættaður frá eina svæði Evrópu þar sem enginn konungur
26 Hákonar saga, 317.
27 Sturlunga saga 1,462.
28 Sturlunga saga II, 68.
29 Samarit, 81.
30 Sturlunga saga 1,474.
31 í Þorgilssögu skarða (Sturlunga saga II, 111) er því haldið fram að Hákon hafi
hug á að fá skatt á íslandi þegar árið 1245 en þetta er raunar fullyrt í frernur
aevintýrakenndri frásögn af æskuárum Þorgils.
32 Sama rit, 495.
33 Sturlunga saga II, 192.
34 Hákonar saga, 335.