Saga - 1995, Side 179
HÁKON HÁKONARSON
177
var sé ólíklegt að hann hafi í raun og veru mælt þessi orð.35 Vel má
hins vegar vera að konungur hafi ráðgast við hann um Island árið
1247 og víst er að eftir þann tíma styður kirkjan Hákon konung af
ráðum og dáð við að ná völdum á íslandi.36 Hin fleyga setning kardín-
álans er hins vegar trúlega fundin upp af höfundi Hákonarsögu,
Sturlu Þórðarsyni, og lýsir ekki síður afstöðu íslenskra höfðingja en
ítalskra kardínála til konungsvalds á ofanverðri 13. öld.37
Þó að Hákonarsaga og íslendingasaga bendi til að árið 1247 ákveði
Noregskonungur að gera tilkall til íslands verður ekki sagt að hann
hafi sótt það mál af ákafa. Trúlega veldur þar mestu efi hans um
hvaða íslending rétt væri að setja yfir landið. Einkum virðast Gissur
Þorvaldsson og Þórður kakali hafa komið til greina en þeir gátu
ekki komið sér saman og Heinrekur byskup rægði þá á víxl.38 Ekk-
ert bendir til þess að konungur hafi sigað íslenskum höfðingjum
saman „í eina ófriðarbendu". Þeir virðast hafa verið einfærir um að
stofna til illinda sín á milli. Þvert á móti sýnist konungur hafa reynt
að sætta íslendinga39 en þeir voru ekki auðsættir. Þetta sést í kími-
legri dæmisögu af þeim Þórði og Gissuri í Noregi:
Litlu síðar fór Þórðr kakali austr til Túnsbergs, ok tók kon-
ungr honum eigi margliga. Gizurr var þar fyrir. Ok er Þórðr
hafði þar skamma hríð verit, biðr hann konung, at hann léti
Gizur í brott fara, ok segir eigi örvænt, at vandræði aukist af,
ef þeir væri í einum kaupstað báðir.
Konungr svarar: „Hver ván er þér þess, at ek reka Gizur,
frænda minn, frá mér fyrir þessi ummæli þín, - eða myndir
35 Ólafía Einarsdóttir. „Om samtidssagaens kildeværdi belyst ved Hákonar saga
Hákonarsonar". Samtíðarsögur. Forprent. Níunda alpjóðlega fornsagnapingið. Ak-
ureyri 31.7.-6.8. 1994. Rvík 1994, 647-52.
36 Sverrir Jakobsson. „Þykir mér góður friðurinn". Um íslenska friðarviðleitni á
Sturlungaöld. B.A. ritgerð í sagnfræði, Háskóli íslands 1993, 81-3. Með leyfi höf-
undar.
37 Gunnar Karlsson ýjaði að þessu á fomsagnaþingi á Akureyri 2. ágúst 1994. Sjá
einnig: Ármann Jakobsson. „Nokkur orð um hugmyndir jslendinga um kon-
ungsvald fyrir 1262". Samtíðarsögur. Forprent. Níunda alpjóðlega fornsagnapingið.
Akureyri 31.7-6.8.1994. Rvík 1994, 31-42.
38 Sturlunga saga 1,476,523-24. Sturlunga saga 11, 81-2,86,118,208. Hákonar saga,
335-36,353,355-56,361,403,406,421-23,425.
39 Sbr. fyrmefnd dæmi. í Þorgilssögu skarða segir: „Hafði Hákon konungr sætt
þá IGissur, Aron Hjörleifsson og Erling snagal um víg Sigmundar, föður Er-
lings." (Sturlunga saga II, 160).
12~Saga