Saga - 1995, Page 180
178
ÁRMANN JAKOBSSON
þú eigi vilja vera í himinríki, ef Gizurr væri þar fyrir?"
„Vera gjama, herra," sagði Þórðr, „ok væri þó langt í milli
okkar."
Konungr brosti at, en þó gerði konungr þat, at hann fekk
hvámm tveggja þeira sýslu.40
Konungur fær Gissuri og Þórði sýsluvöld í Noregi og gerir vel við
þá. Trúlegt er þó að endalaus átök og ættardeilur hinna íslensku
hirðmanna hans hafi reynt á þolrif hans.
Seinustu fimmtán ár þjóðveldisins sendir Hákon Hákonarson
hvað eftir annað sendimenn til Islands til að fá íslendinga til að
ganga sér á hönd. Norðmenn (aðra en byskupana) sendir hann þó
ekki fyrr en árið 1255 og sendimenn hans fara ávallt með friði. Engra
þvingunaraðgerða af hálfu konungs er getið í Sturlungu eða Hákon-
arsögu. Þegar upp kemur kvittur um að konungur hafi falið Þorgilsi
skarða að vega Sturlu Þórðarson neitar Þorgils því:
Þorgils kvaðst þess ósannur vera, - „veit ek eigi, hvárt firr
myndi fara, at Hákon konungr myndi slíkt níðingsverk fyrir
mik leggja eða ek mynda undir þat játast.41
Hér talar hetja Þorgilssögu skarða sem tekur ekki undir þá fullyrð-
ingu að Hákon konungur noti „jafnvel hin verstu meðul" til að ná
völdum á Islandi. I Sturlungu em nokkur dæmi þess að íslendingar
taki málum Hákonar konungs stirðlega og í Þórðarsögu kakala er lýst
þeirri skoðun að hann taki málstað Gissurar gegn Þórði vegna
slæmrar samvisku út af vígi Snorra.42 En tíðara er að menn treysti
konunginum og það jafnvel betur en íslenskum höfðingjum. Það
sést á því hve oft málum er skotið til hans og Jömndur nokkur
gestur neitar að vinna níðingsverk á Þorgilsi skarða vegna konungs-
ins.43
Þegar aftur er komið að hugmyndum Jóns Aðils og fleiri íslenskra
sagnfræðinga um hlutverk Hákonar Hákonarsonar sést að þær fá
40 Sturlunga saga I, 523-24.
41 Sturlunga saga 11,131.
42 „Ok höfðu menn þat fyrir satt, at þat myndi mjök vera fyrir sakir mála Snorra
Sturlusonar, er lát hans hafði nökkut af konunginum leitt." (Sturlunga saga II/
82). Besti vitnisburðurinn um óánægju með konung er frásögn af kurri í Þorgils-
sögu (Sturlunga saga II, 120-22, 125 o.v.) sem annars dregur mjög taum kon-
ungs. Varast ber að draga of miklar ályktanir af vísu Guðrúnar Gjúkadóttur i
Jóreiðardraumum (Sturlunga saga 1,522).
43 Sturlunga saga II, 219.