Saga - 1995, Page 182
180
ÁRMANN JAKOBSSON
Víst er að hvorki Sturlungasaga né Hákonarsaga fela í sér harð-
skeytta gagnrýni á Noregskonung. Þó að dæmi um andúð á kon-
ungi og konungsvaldi finnist í Sturlungasögu eru hin þó fleiri sem
vitna um hið gagnstæða. Afstaða Ólafs hvítaskálds, bróður Sturlu
Þórðarsonar, hefur tæplega verið einsdæmi:
Óláfr Þórðarson stóð upp ok hóf svá mál sitt, at hann bað guð
geyma alla menn, er þar váru komnir, með sinni mildi ok
miskunn; - bað ok þess í annan stað, at menn tæki sæmiliga
bréfum ok erindum svá ágæts herra sem Hákon konungr
var, en gera eigi sem margr angrgapi, at svara fólsku tiginna
manna erindum.46
Ólafur var einn af fjölmörgum höfðingjum á 13. öld sem fóru utan
og voru með erlendum konungum. Þessir höfðingjar fetuðu í fót-
spor forfeðra sinna, sem greint er frá í íslendingasögum og þáttum.
I Islendingasögum er algengt að hetjur fari til Noregskonunga,
vinni sér hylli þeirra og yrki um þá kvæði. Sú siðvenja á sér hlið-
stæðu á 13. öld. I Islendingasögu er sagt frá hirðmennsku Snorra
Sturlusonar, Sturlu Sighvatssonar, Gissurar Þorvaldssonar og fleíri
höfðingja með velþóknun. Aftur á móti er sérstaklega tekið fram að
Kolbeinn ungi hafi ekki gerst „handgenginn".47 Víða í íslendinga-
sögu má kenna talsverðan kala til Kolbeins48 og trúlegt þykir mér
að þetta hafi þótt ljóður á ráði hans fremur en hitt.
Þorgilssaga skarða er þó eina saga Sturlungusafnsins sem hefur
þjónustu fslendings við konung sinn beinlínis að kjama. Upphaf
sögunnar er eins konar íslendingaþáttur þar sem Hákon Noregs-
konungur gegnir sama hlutverki og forfeður hans í þáttum Morkin-
skinnu og Flateyjarbókar. Hann er þar látinn fella dóm um ÞorgilS/
rétt eins og Ólafur helgi er siðferðislegur dómari Heiðarvígasögu.49 En
í Þorgilssögu sést líka eitt af meginatriðunum í hugmyndakerfi Is-
lendingaþáttanna: Sjálfstæði íslendingsins. Þorgils þjónar konung-
inum einum og tekur ekki við skipunum frá neinum öðrum.50
46 Sturlunga saga II, 120.
47 Sturlunga saga 1,386.
48 Ekki síst í lýsingunni á Örlygsstaðafundi (Ármann Jakobsson. „Sannyrði
sverða. Vígaferli í fslendinga sögu og hugmyndafræði sögunnar". Skáldskapar-
mál (3) 1994,69).
49 Bjami Guðnason. Túlkun Heiðarvíga sögu. Studia Islandica 50. Rvík 1993,45-65-
50 Sturlunga saga II, 110-18 og 186. Um sjálfræði íslendinga gagnvart konungi, sjá
Vésteinn Ólason. „fslendingaþættir". Ttmarit Máls og menningar (46) 1985,68.