Saga - 1995, Page 184
182
ÁRMANN JAKOBSSON
urinn er háður lögunum58 og um leið persónugervingur þeirra. Kon-
ungur og lög verða ekki skilin í sundur.
Eitt af meginhlutverkum konungs er að vera dómari og Hákon
konungur er iðinn við að setja niður deilur og sætta menn.59 Hann er
einnig lagabætir:
Hákon konungr lét í mörgu bæta lög ok landsrétt í Noregi.
Hann lét setja bókina, er nú er kölluð in nýju lög.60
Hákonarsaga leggur áherslu á dugnað Hákonar við að styðja við
kristni og kirkju. I seinasta kafla hennar eru talin upp afrek hans á
því sviði og þegar í upphafi sögunnar er hans minnst fyrir að styðja
kirkjuna og „styrkja hana framar en engi annarra Noregskonunga
með inum heilaga Ólafi konungi í kirknagörðum ok lagaskipan ok í
mörgu öðru uppheldi guðs kristni".61 Hákon er konungur af Guðs
náð og það sést á gæfu hans. Er hann tekur við völdum er gott ár í
Noregi,62 hvað eftir annað kemur fram að hann nýtur stuðnings
Guðs63 og hann setur traust sitt á dóm hans þegar sanna á rétt hans
til ríkis.64 En jafnframt nýtur hann hylli alþýðu í Noregi.65
Þau atriði sem hér eru nefnd einkenna konungsímynd Hákonar-
sögu. Hákon er þó fyrst og fremst rex pacificus, konungurinn sem
gætir friðarins. Bamungur er hann eggjaður í stríð en neitar að berj-
ast gegn Birkibeinum:
er þat óráðligt at etja þeim saman, er allir ætti eins skjaldar
at vera. Vil ek heldr þess bíða, at guð gefi mér slíkt af minni
föðurleifð sem hans er mildi ok miskunn hvem tíma, er þat
kemur fram. Ok er þess engi ván, at ek reisa nokkurn her-
flokk í Noregi at svá búnu.66
I herferðum Hákonar er regla að veita þeim grið sem ganga á hans
58 Þegar Hákon tekur við völdum sver hann að halda landslög (Hákonar saga,
39-40).
59 Sama rit, 114,226 o.v.
60 Sama rit, 461.
61 Samarit, 10-11,461-63.
62 „Þá er Hákon var til konungs tekinn, var ár mikit í landinu. Sumar þat var
svá gott, at þat var víða um landit, at aldinviðrinn bar tvennan ávöxt ok úti-
fuglamir urpu tysvar" (Sama rit, 40).
63 Sama rit, 178 o.v.
64 Sama rit, 56.
65 „flestr allr múgr var vel viljaðr Hákoni konungi bæði norðr ok suðr." (Sama rit,
100).
66 Sama rit, 24.
i.