Saga - 1995, Page 186
184
ÁRMANN JAKOBSSON
sem olli því að íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Sá sem
Islendingasögu ritar veit vel að ófriður bitnar jafnt á sekum sem
saklausum eins og þessi orð hans vitna um: „galt margr óverðr
þessa ófriðar ok ófagnaðar."72
Málsvörn konungsins
Þegar lýsing Sturlungasögu og þó einkum Hákonarsögu á Hákoni
Hákonarsyni er grannskoðuð, birtist mynd sem er í andstöðu við þær
hugmyndir sem íslenskir sagnfræðingar á 20. öld hafa gert sér af
honum. Þar með er ekki sagt að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Rétt er
að hafa í huga að sá sem skrifar Hákonarsögu og íslendingasögu,
kjarna Sturlungu, er konunglegur sagnaritari Noregskonungs og
lögmaður á Islandi, helsti embættismaður Noregskonungs hér. Þetta
verður að hafa í huga þegar heimildargildi þessara sagna er metið.
Ekkert sagnfræðirit er óháð gildismati þess sem það ritar og ég tel
engan vafa leika á að bæði íslendingasaga (og raunar Sturlunga öll)
og Hákonarsaga beri skoðunum höfundar síns skýrt vitni.
Þessar sögur einkennast af hlutlægum og jafnvel þurrum stíl og
oftast er Hákon konungur heldur fjarlægur. Lesendur Sturlungu
komast aldrei nálægt honum og lesendur Hákonarsögu sjaldan.
Einstaka sinnum tekst Sturlu Þórðarsyni þó að lýsa manninum Há-
koni og eru dæmi um það bæði úr lýsingu á æsku Hákonar og
banalegu:
Sveinninn var mjök sprækur, þó lítill væri vöxtrinn ok aldr-
inn. Var hann roskinn mjök í orðum ok hlægimálugr, svá at
jarl ok allir aðrir, þeir sem heyrðu, höfðu oft gaman at hlægi-
ligum orðum hans. Oftliga tóku Birkibeinar hann tveir í
senn, annarr í höfuð, en annarr í fætr, ok toguðu hann milli
sín til gamans ok kváðust draga hann til munar ok mæltu
því svá, at þeim þótti hann of seint vaxa.73
í sóttinni lét hann fyrst Iesa sér latínubækr. En þá þótti hon-
um sér mikil mæða í at hugsa þar eftir, hversu þat þýddi. Lét
hann þá lesa fyrir sér norrænubækr nætr ok daga, fyrst heil-
agra manna sögur, ok er þær þraut, lét hann lesa sér kon-
72 Sturlunga saga I, 532. Nánar er fjallað um þetta efni í grein minni „Sannyrði
sverða", 42-78.
73 Hákonar saga, 15-16.