Saga - 1995, Page 190
188
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
ætla verður að tilgangurinn með henni hafi verið að beina þessu laus-
beizlaða vinnuafli að störfum við „gæluverkefni" ráðamanna svo að
notað sé tízkuorð um nýsköpunartilraunir stjómvalda. Þar með áttu
lausamenn í Reykjavík og nágrenni sem ekki vildu flytjast upp í
sveit þann kost einan að ráða sig til starfa í þágu konungs. Engu að
síður misheppnaðist nýsköpunin í Reykjavík.
Tilskipunin frá 1783 sem bannaði lausamennsku og stóð til 1863
kom ekki í veg fyrir að þilskipaútgerð hæfist og héldist annars stað-
ar. Ég fjallaði um það í Skírni.3 Guðmundur Jónsson hefur fari ofan
í mál mitt þar.4 Er það efni til að fjalla um rökin í málinu, fyrst al-
mennt og síðan rök Guðmundar.
í fyrsta árgangi Fjölnis er bókafregn.5 Er þar fjallað um rit Bjarna
Þorsteinssonar amtmanns, Om Islands Folkemængde og oeconomiske
Tilstand siden Aarene 1801 og 1821 til Udgangen afAaret 1833. í fregn-
inni var sérstaklega vikið að þilskipaútgerð. Fregnritari var henni
meðmæltur og vísaði til greina í Kjöbenhavnsposten eftir Benidikt
Schevíng úr Flatey, cand. theol., meðal annars um þá reynslu sem
fengizt hefði af henni.6 Þar segir (bls. 96):
Viðvíkjandi því sem amtm. segir, að fiskiablinn á þiljuskipunum
dragi til sín marga vinnandi menn, jarðyrkjunni til hnekkis og
skaða, þá segir S. [Scheving] að þessi hnekkir geti naumast verið
töluverður, því þeir sem ráðist á þiljuskipin séu flestallir þurrabúð-
armenn, sem vinni ekki mikla landvinnu hvurt sem sé."
Þessi athugasemd er tilefni til að glöggva sig á málinu úr hinum
endanum þegar spurt er um áhrif vistarbandsins á atvinnuhætti.
Hinn endinn eru þeir búlausir sem voru ekki í vistarbandi. Venjan
er að kynna vistarbandið sem altækt kerfi. Samkvæmt fregnritara
var það ekki altækt, heldur bauð það nýsköpunarmanninum í Flatey
nægilegt vinnuafl þurrabúðarmanna, enda segir svo í tilskipuninm
frá 1783:
8. Þeim, sem búa við sjávarsíðuna og lifa á fiskveiðum, undir
nafni hjáleigumanna og tómthúss- eður búðarmanna má leyft
3 Bjöm S. Stefánsson: „Ráðningarskilmálar í lok 19. aldar." Skírnir 160 (1986),
223-30.
4 Guðmundur Jónsson: „Stjómtæki gamla samfélagsins aflögð." Ný saga 6 (1993),
64-69.
5 Fjölnir 1 (1835), 95-6.
6 Benidikt var sonur Guðmundar kaupmanns, en hann gerði út þilskip til ttsk
veiða.