Saga - 1995, Page 195
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
193
Eyjafirði, Skagafirði o.s. frv., og gengur þó fulltregt um mannaráðn-
ingar..."2 í Skútuöld Gils Guðmundssonar er þess getið að í Reykja-
vík hafi útgerðarmenn „átt fullt í fangi með að fá nægilega marga
fiskimenn" á skúturnar, þótt ekki hafi þær verið margar. Og á öðr-
um stað í sama verki er sagt að á Vesturlandi hafi verið erfitt að að
fulimanna skipin um sumarið.3
I sambandi við áhrif atvinnulöggjafarinnar á nýjungar í atvinnu-
lífi er líka vert að velta því fyrir sér hvort hún hafi ekki stuðlað að
óhagkvæmum atvinnurekstri. Vistarskyldan sá bændum fyrir ódýru
vinnuafli (miðað við frjálsan vinnumarkað) og slævði viðleitni þeirra
til að hagræða í búrekstrinum og leita nýmæla sem spöruðu vinnu
°g juku afköst. Björn nefnir einnig þau rök Hermanns Jónassonar
gegn vistarbandi að það hafi veitt vinnufólki svo mikið öryggi að
drægi úr afköstum þess. Hvorttveggja hnígur í sömu átt, að vistar-
bandið hafi haft í för með sér sóun á vinnuafli, en þessari röksemd
gegn vistarbandi var einmitt haldið á lofti í kringum 1890.
Þar sem ég geri mestan ágreining við málflutning Björns er full-
yrðing hans í Skírnisgreininni frá 1986 um að atvinnulöggjöfin hafi
verið hlutlaus gagnvart aðalatvinnuvegunum tveim, landbúnaði og
sjávarútvegi. Ég sé ekki að athugasemdir hans hér að framan renni
frekari stoðum undir þá fullyrðingu. í Nýrri sögu færði ég rök að því
a& vistarbandið og aðrar hömlur á atvinnufrelsi hefðu verið sniðnar
aó þörfum bænda og stuðlað að óhagkvæmri ráðstöfun vinnuaflsins
nteð því að halda aftur af sókn manna úr sveitum til sjávarsíðunnar.
Afleiðingamar urðu þær að of mörgu fólki hafi verið haldið í sveitum
133eð vistarbandi, en of fátt fólk verið við sjávarsíðuna miðað við þau
afvinnutækifæri sem í boði vom.
Það var ekki í hendi sveitabænda að hindra fólksflutninga til sjáv-
arsíðunnar, segir Bjöm S. Stefánsson, og má það til sanns vegar færa
1 bókstaflegum skilningi. Við emm hins vegar að ræða um opinbera
sfefnu og í hverra þágu hún var, og það vom vitaskuld yfirvöldin
eri ekki bændurnir sjálfir sem framfylgdu henni. Björn gerir of
mikið úr valdi sveitarstjóma til að ákveða búsetu manna, þó að rétt
Se hjá honum að minna á að bæjarstjómir tóku ekki alls staðar að-
Eomufólki opnum örmum. Sveitarstjómum bar að fara að landslög-
UtTl hvernig svo sem þau verkuðu á búsetu og atvinnu í hreppnum,
^ "í’ilskipa-útvegurinn og manna-eklan", Þjóðviljinn ungi I (21. jan. 1892), 59.
Gils Guðmundsson, Skútuöldin IV (Reykjavík, 2. útg., 1977), 146; V, 7-8.
33 - SAGA