Saga - 1995, Side 200
198
RITFREGNIR
mælskulist. í öðru lagi að söguhöfundur var lærður maður og þekkti til
ýmissa rita á samtíð sinni.
Sérkenni Páls sögu sem biskupssögu leiðir Sveinbjöm hinsvegar í Ijós
með því að benda á að sagan er höll undir Sverri konung og Birkibeina,
hlynnt klerklegum hjónaböndum en í nöp við athafnir Guðmundar bisk-
ups Arasonar, og er niðurstaða Sveinbjamar sú að þetta séu skoðanir ís-
lensks veraldarhöfðingja á fyrri hluta 13. aldar (s. 43-44). Niðurstaðan fell-
ur mæta vel að þeirri fullyrðingu bókarhöfundar að Páls saga sé sögð af
Lofti, syni Páls biskups (s. 39), og kallar Sveinbjöm söguna foreldraminn-
ingu hans og telur nánasta tilefni ritunar hennar orðaskipti Lofts biskups-
sonar og Kolskeggs auðga, sem frá segir í Sturlunga sögu, er þeir deildu
um skóga og fleira (s. 43).
Sveinbjöm nefnir ekki nöfn þeirra sem menn hafa áður giskað á að gætu
verið höfundar Páls sögu, en vísar (s. 9) til rannsóknasögu hennar í for-
mála Jóns Helgasonar fyrir útgáfu á biskupasögum 1938. Jón rekur ágisk-
anir um Magnús Gissurarson, síðar biskup, Ketil Hermundarson og Þor-
lák Ketilsson sem höfunda Hungurvöku, Páls sögu og Þorláks sögu. Að
auki gat Einar Ólafur Sveinsson sér þess til að Þórir prestur, bóndi Margrét-
ar hinnar högu, væri höfundur Páls sögu (Páls saga biskups. Rvk. 1954, s.
13), en þess getur Sveinbjöm ekki. Hann hafnar því viðhorfi að Páls saga
og Hungurvaka séu eftir sama höfund með þeim orðum einum að þessi
viðhorf séu ekki nægilega rökstudd (s. 9). En eins og Sveinbjöm sýnir
sjálfur er Páls saga háð Hungurvöku og ljóst að höfundur Páls sögu þekkh
einhverja gerð Þorláks sögu; þessar þrjár sögur renna því hver að annarri
og varla stætt á því að slíta Páls sögu úr samhengi við hinar tvær nema
með veigameiri rökræðu um eðli og samsetningu íslenskra og erlendra
biskupasagna en fram kemur í athugunum Sveinbjamar.
Sveinbjöm gerir ráð fyrir að höfundur Páls sögu hafi verið lærdómsmað-
ur, en allt er á huldu um lærdóm Lofts biskupssonar framan af aldri. Varla
hefir hann verið vígður um 1220 þegar Breiðbælingar færðu hann í flimtan
og gerðu um hann dansa og spott, og ekki svaraði hann klerklega þegar
Kolskeggur auðgi bar ójafnað á biskupinn föður hans og óvígður hefir
Loftur líklega verið þegar til bardaga dró árið 1221 á Breiðabólstað miU'
hans og Bjöms Þorvaldssonar (Sturlunga saga I. Rvk. 1946, s. 279, 280-
283). Síðar segir Sturlunga af Lofti sem bónda í Hítardal (1224—45), en
Sveinbjöm gerir ráð fyrir að hann hafi sagt Páls sögu biskups á árunum
1229-35. Að sögn annála lést Loftur biskupsson árið 1261; Konungsannáll
titlar hann þá kanoka (Islandske Annaler indtil 1578, útg. Gustav Storm, s-
134). Mörg dæmi eru um að á efri árum hafi umsvifamenn á veraldar visu
gengið undir klausturlifnað og er nærtækast dæmi úr Sturlungu af Guð-
mundi dýra, eyfirskum kvennamanni og veraldarbröltara sem síðast réðist