Saga - 1995, Blaðsíða 201
RITFREGNIR
199
til Þingeyra til munklífis. Sama máli kann að hafa gilt um Loft, og gæta
má þess að það mælir gegn því að hann sé höfundur sögunnar að þar er
borið lof á Loft, en á þessum tímum tíðkaðist ekki að höfundar hrósuðu sér.
Fyrr var getið sjónarmiða söguhöfundar sem Sveinbjöm dregur skýrt
fram og ætlar að séu skoðanir íslensks veraldarhöfðingja á fyrri hluta 13.
aldar. I því efni getur Sveinbjöm þess þó að engu, að ekki er annað að sjá
en Páll biskup hafi haldið í heiðri stefnu föður síns, Jóns Loftssonar í Odda,
°g því ekki haldið uppi kröfum kirkjuvaldsins um yfirráðarétt kirkjunnar
a eigum sínum og mönnum, en þær kröfur gengu þvert gegn hagsmun-
Urr> kirkjubænda sem að landssið réðu sjálfir eignum kirkna og höfðu klerka
1 sinni þjónustu. Nærri fer því að þau sjónarmið sem hæst ber í Páls sögu
utiloki skýringu Sveinbjamar á tilurð kirknaskrár Skálholtsbiskupsdæmis,
sen' ætlað er að gerð hafi verið á tímum Páls biskups. Skýring Sveinbjamar
er sú að skráin hafi verið hjálpargagn Páls við að leggja páfaboðinn kross-
ferðarskatt á kirkjur og klerka í biskupsdæminu. Á sama hátt skýrir hann
Hlurð kirknatals á Grænlandi. í athugununum sínum á upphafi og tilefni
P'rknaskrár Páls biskups sem einskonar skattseðils lætur Sveinbjöm þögn-
lna tala fyrir tilgátu um að íslensku biskupsdæmin hafi greitt Péturs-
Pening (Rómskatt) á 12. öld (s. 85). í grein í Nýrri sögu 1993 segir Gunnar
P- Guðmundsson hinsvegar bemm orðum að í íslenskum heimildum frá
þjóðveldisöld sé hvergi minnst einu orði á Péturspening eða Rómaskatt eft-
lr því sem næst verði komist, og að nöfn biskupsstólanna á Islandi, Fær-
eyjum og Grænlandi komi ekki fyrir í skattheimtubók páfastóls (liber
eensuum) fyrr en á seinna helmingi 13. aldar (Ný saga, s. 5).
Sveinbjöm gerir ráð fyrir að krossferðarskattur sem Innocentius III. páfi
bauð 1199 liggi að baki kirknaskránni, en horfir framhjá því að ljóst er af
Préfinu, sem bauð þennan páfalega krossferðarskatt, að hann var lagður á
^lerkdóminn í hémðum á Norður-ítah'u, í Þýskalandi, Frakklandi, Englandi,
kotlandi, Ungverjalandi, Slavóníu og írlandi, en náði hvorki til Norður-
landa né Grænlands (Yngve Brilioth. Den páfliga beskattningen af Sverige
'ntill den stora schismen. Uppsala 1915, s. 51-52; sbr. Herluf Nielsen. Kors-
logsafgifter. Kulturhistorisk lexikon for nordisk middelalder IX, d. 218-19;
Sami höf. Peterspenge, sama rit XVII, d. 249-52).
An þess að til séu ljósar heimildir ætlar Sveinbjöm að Jón smyrill Áma-
S°n Graenlendingabiskup hafi reitt skattinn þeirra Páls af sjálfsdáðum
n°rðan úr Skálholti suður til Róms um 1203 til þess að mýkja skap páfa
áður hafði sent íslendingum bréf með áhyggjuorðum um framferði
Peura, meðal annars vegna fylgis þeirra við hinn bannfærða Sverri konung
'gurðarson sem lést 1202. Frásögn Páls sögu af samskiptum Páls Skál-
oltsbiskups og Guðmundar Hólabiskups um 1208 bendir ekki til þess að
kalholtsbiskup hafi tekið sinnaskiptum við fráfall Sverris konungs og lagt