Saga - 1995, Blaðsíða 202
200
RITFREGNIR
sjálfviljugur á klerka í biskupsdæmi sínu skattaálögur fyrir hönd þeirrar
kirkjuvaldsstefnu sem kom til Niðaróss úr páfagarði og Guðmundur bisk-
up Arason á Hólum var helsti fulltrúi fyrir á Islandi á sinni tíð.
Einn á báti
Höfundur bókarinnar um Pál biskup er spar á tilvísanir til annarra fræði-
manna þar sem þær gætu þó komið ófróðum lesendum til góða. Bókin er
því lokaður heimur og lesendum ekki hjálpað til þess að sjá niðurstöður
höfundar í öðru ljósi en hans.
Fyrst dæma um þetta má nefna að í bókinni hefði mátt geta þess að í
inngangi fyrir Vápnfirðinga sögu lagði Jón Jóhannesson til að höfundur
hennar væri Loftur sonur Páls biskups (íslenzk fornrit XI, s. xxviii-xxix).
Getgáta Jóns hlýtur að vera Sveinbimi kunnug þar sem hann hefir sjálfur
rannsakað fomar byggðir á Austurlandi og heimildir um þær.
Þar sem Sveinbjöm ber saman kirknatalið úr Skálholtsbiskupsdæmi og
biskupatal og kirknatal á Grænlandi (s. 88-89, vísar hann ekki til doktors-
ritgerðar Ólafs Halldórssonar (Grænland í miðaldaritum. Rvk. 1978), en visk-
an sem Sveinbjöm ber á borð þar virðist þó að nokkm samhljóða riti Ólafs
(s. 401-405).
Annað dæmi um skeytingarleysi við samtímafræðimenn er í kaflanum
Annálar, calendaria og Páls saga, þar sem greind er annálanotkun höf-
undar Páls sögu sem Sveinbjöm ætlar ritaða 1229-35, og segir hann þar að
niðurstaða sín gangi „að sjálfsögðu í berhögg við fullyrðingu G. Storms um
upphaf íslenskrar annálaritunar" (s. 24). Gustav Storm gaf út, sem kunn-
ugt er, íslenska miðaldaannála árið 1888 og skrifaði formálsorð þar sem
hann segir að annálaritun hafi ekki hafist á íslandi fyrr en laust fyrir 1300.
Sveinbjöm berst hér gegn úreltri skoðun, en fræðimenn hallast flestir að
því nú að annálaritun hafi hafist fyrr hér á landi. Sjálfur nefnir Sveinbjöm
Natanel Beckman, en hefði einnig mátt nefna Hermann Pálsson sem benti a
í ritum sínum Eftir pjóðveldið (Rvk. 1965) og Tólfta öldin (Rvk. 1970) að að
baki efni í varðveittum annálum liggi eldri annáll. Að þessu efni hnígur
einnig kafli í inngangi Stefáns Karlssonar fyrir Guðmundar sögum biskups h
þar sem hann les eldri annál úr annálsgreinum í Prestsögu Guðmundar
(Editiones Amamagnæanæ. Series B, vol. 6. Kh. 1983, s. CXLVI-CL). U111
upphaf annálaritunar hefir Jónas Kristjánsson einnig skrifað og vísað til
þess að einhverskonar annálaritun hafi byrjast hérlendis á fyrra hluta 12-
aldar, en verði ekki skipuleg fyrr en um öld síðar („ Annálar og íslendinga-
sögur". Gripla IV. Rvk. 1980, s. 314-19; sbr. Árna saga biskups, útg. Þorleifur
Hauksson. Rvk. 1972, s. lxii-lxv; íslensk bókmenntasaga I, ritstj. Vésteinn
Ólason. Rvk. 1992, s. 408-10).
Hvergi nefnir Sveinbjöm doktorsrit Sverris Tómassonar, Formálar ts-