Saga - 1995, Page 204
202
RITFREGNIR
þessu tvennu er ekki venja að rugla saman enda sitt hvað. Tilgátan um
enskan uppruna bagalsins styðst því helst við orð Þorláks sögu og Páls
sögu um nám þeirra á Englandi, en af þeim ræður Sveinbjöm hiklaust að
bagallinn gæti verið þaðan kominn fyrir þeirra tilstilli.
Kristján Eldjám taldi bagal Páls íslenska smíð og einfaldan að gerð. List-
ræn fæmi og fagmennska em sveigjanleg hugtök líkt og hugtökin einföld
gerð og íslensk smíð. Tilgáta Sveinbjamar er of laus í reipum og fellir ekki
úr gildi þá hugmynd að ætla megi að kona í þjónustu Páls biskups, nafn-
kennd í sögu hans, hafi skorið bagalinn úr rostungstönn úr Norðurhöfum.
Um útgáfu Páls sögu biskups
í formálsorðum fyrir útgáfu Páls sögu segir Sveinbjöm að gmndvöllur
hennar sé útgáfa Jóns Helgasonar frá 1978. Sveinbjöm víkur þó furðu oft
frá aðaltexta í útgáfu Jóns, Stockh. Papp. 4:o nr. 4 (A), og virðist velja
leshætti úr AM 205 fol. (C), sem Jón prentar lesbrigði úr neðanmáls, en
eftir því handriti var sagan prentuð í Biskupa sögum í útgáfu Hins íslenzka
bókmenntafélags (Kh. 1858). Með aðferð Sveinbjamar er textum blandað
einkennilega saman og eitt dæmi þess af mörgum má nefna að þar sem
sagan tilgreinir prestafjölda úr kirknatali Páls biskups velur Sveinbjöm
orðalag AM 205 fol. í sinn texta (s. 56), en í 11. kapítula í megintexta Jóns
Helgasonar eftir Stokkhólmshandritinu er talan hundraði lægri og mun
sennilegri. Um verklag sitt segir Sveinbjöm: „Texti er víða spilltur og þvi
er hann oft leiðréttur með tilgátum" (s. 45). í mörgum leiðréttingatilgátum
styðst Sveinbjöm við uppástungur Jóns Helgasonar sem Jón birti neðan-
máls með spumingamerkjum í útgáfu sinni og aðgreindi vandlega frá meg-
intexta einsog háttur er vandvirkra fræðimanna. í útgáfu Sveinbjamar eru
tilgátumar hinsvegar án auðkenna og með því gerðar jafngildar megin-
texta. Lesandi hefir því í höndum blöndu af fomri sögu og eftirlíkingu
hennar. Tvö dæmi má nefna (JH= Páls saga í útgáfu Jóns Helgasonar i'
Byskupasogur. 2. hæfte, Kh. 1978; SvR= bókin sem hér er fjallað um):
JH 13. kafli, 23. lína: að allt mál skal standa undir tveggja manna vitru
eður þriggja.
SvR s. 58,12 lína: að allt mál skal standa undir tveggja munna vitni eða
þnggja-
Tilgáta Jóns Helgasonar var að setningin hafi upphaflega verið bein þýö'
ing á Matt. 18. 16: „in ore duorum vel trium testium stet omne verbum
og leiðréttir Sveinbjöm samkvæmt því „manna" í „munna" en láist að setja
„í" eftir C-gerð í stað „undir" í A-gerð eins og Jón bendir á að gera meg1-
Texti Sveinbjamar verður því lokleysa.
JH 13. kafli, 55. lína: Sigfúsi presti sveif að landi, A-gerð; Sigfús sveif a
landi, C-gerð.
SvR s. 59,13. lína: Sigfús prestur sveif að landi.