Saga - 1995, Page 214
212
RITFREGNIR
árum. Að móta slíkt efni í eina heild, þannig að það höfði til lesenda um
miðjan tiunda áratuginn, krefst verulegrar hugkvæmni. Þrátt fyrir að stjóm-
endur verkefnisins hafi reynt strax frá upphafi að setja því mjög ákveðnar
línur um aðferðafræði og rannsóknarspumingar,2 má glöggt sjá að grunn-
rannsóknimar svara ekki alltaf þeim spumingum sem vöknuðu hjá Har-
ald við samningu lokabindisins. Vamaglar eins og „must have" (35, 45),
„may have" (73,136), „likely" (78), „probable" (97), „probably" (110,138)
hljóta að pirra lesendur þegar þeir vilja vita eitthvað fyrir víst og draga úr
krafti röksemdafærslunnar. Eins verður höfundur stundum að láta skyn-
samlegum og áhugaverðum spumingum ósvarað einfaldlega vegna þess
að „the question has not been systematically investigated ..." (99).
Þetta em í sjálfu sér smáatriði og breyta engu um þá staðreynd að bókin
er merkt framlag til rannsókna á þróun ríkisvalds í Evrópu á 18. öld. Þo
má með nokkrum sanni segja að athyglisverðasta niðurstaða hennar grafi að
nokkm leyti undan upphaflegum forsendum rannsóknarinnar, þ.e. sam-
anburður á stjómkerfum sænska og dansk-norska ríkisins leiðir í ljós að
meginmunurinn var ekki á milli þessara ólíku ríkisheilda heldur innan
þeirra. í Danmörku sjálfri var aðstaða bænda t.d. mjög ólík eftir því hvort
þeir bjuggu á lendum aðalsmanna eða ekki, og þótt íslenskir bændur hafi
ekki búið við persónulega ánauð höfðu þeir sennilega hvað minnst áhrif a
ákvarðanatöku af öllum norrænum bændum. Norskir bændur vom hins
vegar virkir þátttakendur í deilum sem tengdust hagsmunamálum þeirra
og víluðu ekki fyrir sér að storma til Kaupmannahafnar ef þeim fannst
troðið á rétti sínum. Að þessu leyti vom þeir engir eftirbátar kollega sinna i
Svíþjóð sem kusu fulltrúa á stéttaþingið í Stokkhólmi og höfðu því form-
lega mun sterkari stöðu en þegnar Danakonungs. Þessi niðurstaða virðist
styrkja fræðilega nálgun höfundar, en í inngangi segist hann gera sig ánægð"
an með að „closely follow Charles Tilly's view of state formation as an un-
intentional consequence of ad hoc solutions to acute power-struggle
problems" (23).
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki fyllilega sáttur við þessa afstöðu, þúfi
hún sé sennilega óhjákvæmileg afleiðing þess sjónarhoms sem réði rann-
sókninni. Yfirlýst markmið rannsóknarverkefnisins „Centralmakt och lokal"
samhálle" var nefnilega ákvarðanataka - „decision-making process" - °8
þá var sérstaklega átt við hvaða áhrif íbúar héraða („local society") höfðu a
ákvarðanir í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. í sjálfu sér hlýtur slíkt allta
að mótast af aðstæðum á hverjum stað, þ.e. þáttum eins og fjarlægð fra
2 Sjá t.d. Birgitta Ericsson og Ann-Marie Peterson, „Centralmakt och lokalsam
hálle pá 1700-talet. Presentation af ett intemordiskt forskningsprojekt," His,or
isk tidskrift [sænskt] 99 (1979), bls. 24-31.