Saga - 1995, Síða 218
216
RITFREGNIR
eru mjög mislangar og misvel unnar af hálfu höfundanna. Athygli vekur
m.a. löng lýsing Þönglabakka- og Flateyjarsókna, sem nú eru alveg í eyði-
Séra Páll Halldórsson á Þönglabakka lætur þar illa af veðurfari og haf-
ísum í Fjörðum. Menn þurfa að hans dómi að eiga fóður handa fénaði frá
Mikaelsmessu (29. sept.) til Jónsmessu (24. júní). Páll minnist á veiðiferðir
til Grímseyjar og segir að þrír bóndasynir í prestakallinu séu smiðir og
skíðamenn. Þá er athyglisverð ýtarleg lýsing Sauðanessóknar frá hendi séra
Stefáns Einarssonar, sem uppalinn var í Sauðanesi og gjörkunnugur a
Langanesi, en hann var langafi Einars skálds Benediktssonar. Séra Stefán
lýsir m.a. selstöðum og segir að öll sellönd á Langanesi hafi legið ónotuð að
mestu frá því um 1650 að því er virðist. Hins vegar kemur svo fram í lýs'
ingu séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, að selfarir séu enn tíðkaðar i
Mývatnssveit. Mjög lítið mun þá hafa verið um þær annars staðar í sýsl-
unni.
Séra Jón Ingjaldsson í Nesi segir m.a. að sleðar og hjólbörur séu í notkun
í sinni sókn, svo og skíði. Þar sem hann var Sunnlendingur að uppruna
kom þetta honum á óvart, einkum skíðanotkunin, sem hann segir vera til-
komna fyrir rúmlega fimmtíu árum, og fer hann þar rétt með. Forgöngu-
maður skíðanotkimar Þingeyinga um 1785-90 og upp út því var Norðmað-
urinn Nikulás Buch, sem séra Jón nefnir.
I lýsingu Garðssóknar í Kelduhverfi segir séra Bjöm Halldórsson að a
siglingaleysisárunum 1808-10 og þar á eftir, þ. e. á tímum Napóleonsstyrf
aldanna, hafi fjallagrös verið svo rækilega tínd á Reykjaheiði, að grasatekja
sé síðan að mestu úr sögunni þar, meðfram vegna þess að ásókn hreindýra
eyði nú grösunum jafnótt og þau spretti.
Útgáfa bókarinnar hefur ekki tekist með þeim hætti að í henni megi eng'
ar misfellur finna. Verða nú nefnd fáein atriði, sem betur hefðu mátt fara.
Á bls. 317 er birt æviágrip séra Bjöms Halldórssonar sálmaskálds 1
Laufási (1823-82) eins og hann væri höfundur lýsingar Garðssóknar, en
það nær engri átt, lýsingin er örugglega eftir afa hans og alnafna, sera
Bjöm í Garði (1774-1841), enda dagsett vel fyrir andlát hans eða 28. sept-
1839. Þetta er slæm vitleysa, og reyndar sú veigamesta sem undirritaður
hefur rekist á í bókinni.
Árið 1980 komu út á sérstakri bók lýsingar fjögurra sókna í Aðaldal °S
næsta nágrenni. Bókin nefnist Aðaldalur - Brot af sóknalýsitigum Hins ts
lenzka bókmenntafélags 1839-1843. Útgefendur vom nokkrir Aðaldælir- Þar
birtist m.a. uppdráttur séra Jóns Ingjaldssonar í Nesi af Nessókn. í
inni Þingeyjarsýslur er ekki minnst á bókina Aðaldal og ekki heldur á upp
dráttinn af Nessókn, hvemig sem á því stendur, þar sem hann hlýtur 3
vera í handriti séra Jóns. Þessi uppdráttur er þó ekkert ómerkari en upp
drættimir tveir sem birtir em í Þingeyjarsýslum. Auðvitað hefði átt að bid3
hann einnig.