Saga - 1995, Blaðsíða 219
RITFREGNIR
217
Lýsingu Svalbarðssóknar á Svalbarðsströnd vantar alveg í bókina, enda
þótt sú sókn hafi tvímælalaust ávallt tilheyrt Þingeyjarsýslu. Fyrir þessu
er eLki gerð grein í inngangi, sem þó hefði verið eðlilegt að gera. Hin rétta
skyring að baki er sú að Svalbarði var á þessum tíma þjónað vestan yfir
Lyjafjörð, frá Glæsibæ, og er stuttaraleg lýsing Glæsibæjarprestakalls alls í
einu lagi prentuð í Sýslu- og sóknalýsingum Eyjafjardarsýslu, sem út voru
gefnar fyrir rúmum áratug.
En þó að eina sókn vanti í bókina, kemur önnur óvænt þar inn, því að
Möðrudalssókn á Efra-Fjalli er tekin með Skinnastaðarprestakalli, enda
P°tt sóknin tilheyri Múlasýslu og séra Stefán Þórarinsson á Skinnastað
(bls. 225) að Mörðudalssókn tilheyri eiginlega Hofsprestakalli í Vopna-
röi- Engin grein er gerð fyrir þessu í inngangi.
Misræmis gætir í fyrirsögnum sóknalýsinganna. Oftast eru sóknir
vers prests taldar upp í fyrirsögn, t.d. Eyjardalsár- og Lundarbrekkusóknir.
®sta fynrsögn þar á eftir ætti þá að vera Helgastaða- og Einarsstaðasókn-
*r' en fynrsögnin er aðeins Helgastaðasókn. Næsta fyrirsögn þar á eftir er
útustaðaþing, en þau ná yfir tvær sóknir, Skútustaða- og Reykjahlíðar-
soknir. Nokkru seinna kemur fyrirsögnin Skinnastaðaprestakall, og þar eru
1X3 taldar tvær sóknir. Rétt hefði verið að skýra í inngangi þetta misræmi,
ef það styðst við fyrirsagnir í handritum, en af handritaskrá (bls. 324) má
®tla að svo kunni að vera.
Hið ytra er vel gengið frá bókinni Þingeyjarsýslur. Myndaefnið er valið af
Srnekkvísi og prýðir ritið verulega. Ekki síst þess vegna er það hið eiguleg-
asta. Fátt er um prentvillur.
Þó að í þessari bók megi finna misfellur er verulegur fengur að útkomu
ennar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að þær sýslu- og sóknalýs-
lngar frá árunum 1839-44, sem enn hafa ekki komist á prent, birtist.
Björn Teitsson
Guðjón Friðriksson: SAGA REYKJAVÍKUR. BÆRINN
VAKNAR 1870-1940. Fyrri hluti. 1. prentun nóv. 1991,
2. prentun mars 1992. (VIII) + 565 bls. Síðari hluti. Reykja-
vík 1994, (VI) + 453 bls. Myndir, skrár.
Gu ^ ÞV1 að Klemens Jónsson skrifaði Sögu Reykjavtkur, sem Steindór
°g nnarSson 8ai út í tveimur bindum (294+296 bls.) árið 1929, hafa margir
ænr höfundar spreytt sig á sögu höfuðstaðarins, ýmist ákveðnum tíma-