Saga - 1995, Síða 220
218
RITFREGNIR
biluin, málaflokkum eða þáttum, enda af æmu að taka. Nægir að minna á
margar bækur og bókahluta, auk greina í blöðum og tímaritum eftir Jón
Helgason biskup, Áma Óla, Gunnar M. Magnúss, Pál Líndal, Valtý Stefáns-
son, Vilhjálm S. Vilhjálmsson, Þorstein Thorarensen, Þómnni Valdimars-
dóttur og félagið Ingólf, sem reyndar hefur átt sér tvenn æviskeið.
Nú er hér á ferðinni mikið og metnaðarfullt átak, borið uppi af sjálfri
borgarstjóminni. Hafa þrír sagnfræðingar verið ráðnir á launum til þess að
safna til og semja sögu Reykjavíkur. Þær bækur sem hér er ætluhin að
staldra ögn við em fyrsti hluti þessa verks sem kemur fyrir almennings
sjónir. Má þegar fullyrða að þær bregðast ekki þeim vonum, sem velunn-
arar þessa framtaks hafa alið.
Vitaskuld má ýmislegt að verkinu finna, en slíkt er ekki tiltökumál.
Mestu skiptir að myndarlega hefur verið á vaðið riðið, stefnan er mörkuð og
væntanlega verður eftirleikurinn auðveldur.
Sjálfsagt mætti endalaust um það deila hverju mátt hefði sleppa, af þvi
efni sem um er fjallað eða á er drepið í bókunum. Og þá ekki síður hvort
ekki hefði átt að eyða rúmi og púðri í annað, sem látið hefur verið kyrrt
liggja. Yfirleitt er sú leið valin hér að gera sem minnst upp á milli þeirra,
sem deilt hafa, málunum einungis lýst utan frá og í grófum dráttum. Með
þessu er ef til vill engum alvarlega misboðið, en óhjákvæmilega mörgum
ekki gert til hæfis. f fáum orðum sagt: Hér er á ótrúlega margt drepið og
lauslega að því vikið, en afar varlega farið með eldfim efni - eða ætti kannske
heldur að segja máll
Það sem ég hef helst út á verk þetta að setja að svo komnu máli er, að
bækumar eru ekki einungis í stóm broti - sjálfsagt til þess að veglegl
myndaúrval fái betur notið sín en ella - heldur em þær svo níðþungar að
ég óttast að þær af þeim sökum fæli marga frá lestri. Vonandi munu
margir þó láta freistast af myndunum og skoða þær, sitjandi, standandi
eða húkandi við borð eða púlt, því að annars er naumast nokkur kostur. En
þeir sem þrífa bók af hillu til þess að gægjast í á stolnum eða stopulum
tómstundum, t.d. þegar sjónvarpið er venju fremur leiðinlegt, eða þeir sem
halla sér út af með bók að dagsverki loknu, veigra sér við þess háttar afl'
raunum og átökum sem meðferð þessara bákna krefst.
Það tjáir víst ekki að deila við dómarann, en ég hlýt að harma ef ekki fá
sem flestir fróðleiksfúsir að njóta hins lipra og aðgengilega texta, sem her
er á boðstólum. Þetta segi ég þrátt fyrir að mér hugnast ekki sá málfarsleg1
slappleiki eða vafasami smekkur höfundar, sem greinilega hefur komis*
gegnum gagnrýninet Sverris Hólmarssonar málfarsráðunautar, að segja 1
tíma og ótíma „beggja megin" í staðinn fyrir „báðum megin" eða „begg)3
vegna". Hér bý ég sjálfsagt að skoðunum Bjöms heitins Guðfinnssonar/
sem á sínum tíma var páfi minn í öllu sem laut að málfari, en hann var
manna síst orðaður við hálfvelgju.