Saga - 1995, Side 221
RITFREGNIR
219
Að svo mæltu hyggst ég snúa mér að fáeinum athugasemdum, sem mig
langar að gera, þó að sumt kunni þar að orka sem nöldur. Ónnur atriði
vona ég að kunni að leiða til leiðréttinga í næstu útgáfu. Ég sný mér þá fyrst
að fyrra bindinu.
A bls. 78 er talað um Eirík Magnússon mag. art., rétt eins og hann hafi
lokið magister artium prófi í Kaupmannahöfn. Hann var cand. theol. frá
Prestaskólanum í Reykjavík, en auk þess M.A. (Master of Arts) að nafnbót
1 Cambridge.
A bls. 79, 158 og 392 er getið um Eggert Th. Jónassen bæjarfógeta í
Reykjavík. Á bls. 210 er nefndur Theódór Jónassen bæjarfógeti, og einnig
a 211, 215, 218 (þá er hann reyndar orðinn amtmaður) og 223. í nafnaskrá
verða þetta (eðlilega?) tvær persónur. Hér er þó um einn og sama mann að
r*ða, en hann mun ýmist hafa skrifað E. Th. Jónassen, E. Theódór Jónas-
Sen eða bara Theódór Jónassen. Þetta minnir á annan þjóðkunnan mann,
Sem framan af á ferli sínum skrifaði sig gjaman E. Ragnar Jónsson, síðar
einungis Ragnar Jónsson, en flestir könnuðust við hann sem Ragnar í Smára.
hað hlyti að verða meira en lítið villandi að kalla hann, þegar síðar yrði um
^ann fjallað, Einar R. Jónsson.
A bls. 127 er minnst á síra Ólaf Ólafsson prest í Guttormshaga. Hann
varð síðar þjóðkunnur sem Ólafur fríkirkjuprestur, eitt af átrúnaðargoðum
hórbergs Þórðarsonar á sokkabandsámm hans.
Neðst til hægri á bls. 135 er mynd af Iðnó og Iðnskólanum. Þar og víðar
vantar að geta þess, að suðurendinn á Iðnskólahúsinu gamla var á sínum
htna Búnaðarfélagshúsið.
Einhvem veginn hefur sú hlálega villa laumast inn á bls. 138 og 139 að
tyfsti landshöfðinginn hafi verið Hilmar Stephensen. John Hilmar Stephen-
Sen (1846-1889) var danskur lögfræðingur og embættismaður af íslenskum
®hurn, og var hann forstöðumaður íslensku stjómardeildarinnar í Kaup-
niannahöfn 1885-1889. En landshöfðinginn var annar Dani af íslenskum
®ttum, Sören Hilmar Steindór Finsen (1824-1886). Er ekki ólíklegt að frá
°num sé óbeint komið karlmannsnafnið Hilmar hér á landi.
A bls. 141 er teikning: Á áheyrendapöllum Alþingis 1878. En það ár
°m Alþingi ekki saman. Vom árin 1886 og 1894 hin einu með jafnri tölu,
,^'tn Það kom saman á nítjándu öld. Til og með 1879 var það háð í húsi
^ðaskólans.
ar8* var Lárusi H. Bjamasyni til lista lagt, og á langri starfsævi var
^nn sýslumaður og bæjarfógeti, alþingismaður, forstöðumaður Lagaskól-
* Prófessor, rector magnificus og hæstaréttardómari. En hann var aldrei
. st]óri í Landsyfirréttinum eins og sagt er á spássíu á bls. 142.
Ver m^nc* konum í Thorvaldsensfélaginu á bls. 145 sýnist mér þær
.. staddar sunnan undir alþingishúsinu áður en Kringla var reist þar.
nas Jónsson, sem á sínum tíma stýrði blöðunum Mána og Garðari, en