Saga - 1995, Page 222
220
RITFREGNIR
var annars lengi dyravörður Alþingis (og um skeið Háskóla Islands), var
kunnastur undir pennanafni sínu, Plausor, en þannig merkti hann sér vin-
sæla gamankviðlinga sína.
Rammaklausa á bls. 157 úr bréfi frá Birni Jónssyni ritstjóra ísafoldar og
síðar ráðherra er sannarlega til marks um að rómað frjálslyndi hans hefur
vægast sagt verið orðum aukið.
Það er athyglisvert að fríkirkjusöfnuðir þeir sem stofnaðir voru hér á
landi um síðustu aldamót risu yfirleitt ekki af ágreiningi um trúmál eða
kenningar, heldur átökum um val sóknarpresta eða flutning kirkjustaða.
Þegar fyrsti fríkirkjupresturinn, fyrst á Eskifirði og síðan í Reykjavík, síra
Lárus Halldórsson, fór að fitja upp á ágreiningi um helgisiði eða kenning-
aratriði við þjóðkirkjuna brugðu söfnuðir hans fljótt við, losuðu sig við hann
og útveguðu sér aðra, sem gengu í takt við þjóna þjóðkirkjunnar.
Itökin sem KFUM náði hér í bæ í upphafi aldar eru eftirtektarverð. Er
helst að sjá sem kvikmyndahúsin og íþróttafélögin hafi síðan leyst þennan
félagsskap af hólmi við að hafa ofan af fyrir athafnaglöðum ungmennum,
einkum piltum. Mér er í minni frá fjórða áratugnum, að margir jafnaldrar
mínir, sem fengu að fara í bíó stöku sinnum og þá einungis kl. 5 á sunnu-
dögum, eyddu biðtímanum gjaman þannig, að kl. 1 fóru þeir og keyptu
sér aðgöngumiða, og tók það oftast drjúga stund. Síðan var skroppið í Safna-
húsið við Hverfisgötu og gengið um Þjóðminjasafn og Náttúrugripasafn-
Að svo búnu var skálmað í hús KFUM við Amtmannsstíg og þar skoðuð
dönsk myndablöð, Hjemmet, Familie Journal og Sondags B.T., þangað til
óþreyjan rak piltana að Gamla eða Nýja bíói um það bil hálftíma áður en
sýning hófst, en eftírvæntingin frá því að hleypt var inn og þar til sýning-
in hófst var örugglega ekki minnsti hlutinn af skemmtun dagsins.
Helgi Helgason trésmiður, kaupmaður, útgerðarmaður, hljóðfæraleikari
og tónskáld var eflaust einn merkasti borgari Reykjavíkur um sína daga-
Samt er því líkast að samferðafólk hans hafi helst og lengst minnst hans
fyrir það, að það var hann sem bar hingað mannskæðan inflúensufaraldur,
þegar hann kom heim frá músiknámi í Kaupmannahöfn.
Á bls. 205 hnaut ég um fingurbrjót, sem við nánari athugun er arfur fra
þeim mæta og fjölfróða höfundi Páli Líndal. Þetta er mynd af sex nafn-
greindum bæjarfulltrúum í Reykjavík árið 1870. Hinn sjöttí þessara manna
hét að vísu Jón Þórðarson, en hann áttí aldrei heima í Hákoti í Grjótaþorp1
og var þaðan af síður tómthúsmaður. Myndin er af Jóni Þórðarsyru, sena
lengst var bóndi á Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Má vísa í allar útgáfur af A
pingismannatali til marks um þetta. Annað mál er það að dóttursonur Jóns a
Múla, Jón Axel Pétursson, var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1934-54.
Sú var tíðin að stakkstæðin eða fiskreitimir voru áberandi, einkum Þan*J
tíma ársins sem verið var að þurrka saltfiskinn. Þó held ég þau hafi se
enn meiri svip á Hafnarfjörð. Nú hafa þau víst fyrir löngu verið afmáð m
öllu.