Saga - 1995, Side 226
224
RITFREGNIR
Á bls. 55 er mynd af Kveldúlfstogaranum Snorra goða, eins og þar seg-
ir. Víst er að Kveldúlfur átti goðann áður en lauk, en ég fæ ekki séð að tog-
arinn á umræddri mynd sé merktur því félagi á skorsteini.
Á bls. 58 er mynd af stórum línuveiðara og sagt hann liggi við Stein-
bryggjuna. Ég hygg þó af og frá að svo stórt skip hafi nokkru sinni komist
þar að, allra síst vestan hennar.
Heilsíðumynd úr Speglitium, þar sem góðlátlegt gaman er hent að för
Knuds Zimsens borgarstjóra til Lundúna, minnir á það merkilega menn-
ingarhlutverk sem Páll Skúlason og samstarfsmenn hans, Sigurður Ivars-
son (Z) og fleiri, unnu þá áratugi sem þeir lýstu upp umhverfi sitt með
gamanmálum í bundnu máli og óbundnu, að ógleymdum skopmyndum
Tryggva Magnússonar og síðar Halldórs Péturssonar. Svipuðu máli gegndi
um revíumar, einkum á þriðja og fjórða áratugnum, og þá ágætu menn
sem þar stóðu í stafni.
Loftmynd á bls. 95 er með ólíkindum skýr og greinileg. Liggur við að
greina megi þar hvert hús og hvem kofa. En það er ekki stakkstæði
Defensors sem sést þar innan við Rauðará, heldur var þar Njarðarstöðin.
Defensor var ennþá innar og kann að sjást í smáhom af reitum þess.
Defensorhúsin standa víst enn.
Á bls. 97 segir að Guðmundur Ásbjömsson hafi setið í bæjarstjóm til
1954. Það rntrn að vísu hafi staðið til, en hann dó 1952.
Um einn fjögurra Alþýðuflokksmanna á skopmynd á bls. 101 segir að það
sé „líklega Kjartan Ólafsson múrari..." Ég held þó að það hafi átt að vera
Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður.
Mynd á bls. 135 er sögð vera af Laugavegi. Það held ég fái naumast
staðist. Kynni að vera af Vesturgötu.
Mikið er ánægjulegt að fá að sjá í Kolbeinshaus á mynd á bls. 199. Svo-
kallaðar framfarir verða víst að hafa sinn gang, enda hafa landsfeðurnir
kyrfilega komið umræddum Kolbeinshaus fyrir kattamef.
Á bls. 275 er heilsíða úr Speglinum, borgarstjórabragur frá 1932. Undir
stendur Klís, en það var Karl ísfeld, skáld og blaðamaður, humoristi ágæt-
ur.
Á bls. 368 er á spássíu ógn yfirlætislítil mynd: Starfsfólk Bókhlöðunnar *
Reykjavík. Þetta em sex manns, þrír karlar og þrjá konur að því er virðist
klædd hvítum sloppum. Hér held ég að hljóti að vera einhver misskih1'
ingur á ferðinni. Bókhlaðan var búðarhola við Lækjargötu, rétt eins og
flestar bókabúðir fyrir stríð. Aldrei man ég eftir nema einum manni við
afgreiðslu, eigandanum, Stefáni Stefánssyni, sem síðar vann á manntalin11
og var gjaman borðfélagi Ólafs Friðrikssonar á Hressingarskálanum á kvöld'
in.
Ekki er ég svo vel að mér að vita hvort slegið hafi verið upp sýningar
skála við Alþingishúsið um Alþingishátíðarleytið 1930, en hitt er víst, aC