Saga - 1995, Side 227
RITFREGNIR
225
svokallaöur Listamannaskáli var reistur þar um það leyti sem lýðveldis-
hátíðin var haldin, 1944, og var vinsæll samkomustaður í nokkur ár.
A bls. 382 er getið um Rauða penna sem tímarit. Nær væri að kalla þá
arsrit, enda voru þeir í bókarformi og voru meira að segja fáanlegir í
bandi.
Þá er minnst á sendiráð Norðmanna hér í bæ 1940, en hér voru þá engin
sendiráð utan hið danska og frá 10. maí að telja hið breska. En á Hverfis-
götu, þar sem nú er Söngskólinn, var aðsetur hins útsenda norska aðalræð-
ismanns.
A síðustu blaðsíðu síðara bindis er minnst á dagskrá útvarpsins vorið
1940. Ég held ég muni það rétt, að þá var hádegisútvarp 12:00-13:00 (nema
það hafi byrjað 12:10 - til þess að spara rafmagn!), miðdegisútvarp 15:30-
16:00 og loks sjálf dagsskráin 19:25-22:10 eða þar um bil.
Að þessum tíningi loknum er víst mál að linni. Ekki vil ég þó láta hjá líða
að þakka fróðlegan og skemmtilegan lestur og ánægjulega upprifjun
margra hálfgleymdra atburða, mannvirkja, staða og samferðamanna. Ekki
hvað síst vil ég þakka þá hugulsemi sem lýsir sér í vönduðum skrám um
heimildir, nöfn, atriðisorð, félög, fyrirtæki, staði, stofnanir og myndir. Hið
ema í þessum efnum sem á skyggir í mínum huga eru tilvísanimar í
heirruldir, en þær hefði ég heldur viljað hafa jafnóðum, helst af öllu neðan
máls á hverri síðu, annars í lok hvers kafla. Þegar um svo þungar bækur
er að ræða - í bókstaflegri merkingu - er næstum frágangssök að fletta
hverri tilvísun upp jafnóðum. Þetta finnst mér að ætti að athuga í næstu
bindum, sem vonandi em nú í burðarliðnum.
Bergsteinn Jónsson
Jón Hjaltason: SAGA AKUREYRAR. II. bindi. KAUP-
STAÐURINN VIÐ POLLINN 1863-1905. Akureyrarbær
1994. 358 bls.
■mabilið 1863-1905 var mikið umbrota- og breytingaskeið í sögu Akur-
eyrar. Á þessum ámm breyttist bærinn úr litlum verslunarstað í myndar-
8an kaupstað. Ytri ásýnd bæjarins breyttist einnig vemlega. Við upphaf
Þmabilsins kúrði verslunarstaðurinn í Fjömnni, við lok þess teygði kaup-
slaðurinn sig út með ströndinni, út á Oddeyri og nokkur byggð var risin
UPP af Torfunefinu, þar sem nú er miðbær Akureyrar; þá vom Akureyri
°g Oddeyri teknar að vaxa saman og mynda eina bæjarheild. Má ef til vill
6 8gst marka vöxt kaupstaðarins af því, að við upphaf þess tímabils, sem
15-
SAGA