Saga - 1995, Blaðsíða 228
226
RITFREGNIR
um er fjallað á þessari bók, voru íbúar á Akureyri tæplega 300, árið 1890
voru þeir tæplega 700 og um það bil er sögu þessa bindis lýkur, árið 1905,
voru bæjarbúar orðnir 1670 talsins og Akureyri orðin annar stærsti bær
landsins.
Af bæ í svo örum vexti hlýtur að vera mikil saga og hana segir Jón
Hjaltason í þessu riti. Hann rekur byggingarsögu bæjarins ýtarlega, grein-
ir frá helstu atvinnuvegum bæjarbúa, skemmtan þeirra og menningu, og
fjallar um daglegt líf í lengra og ýtarlegra máli en algengt er í íslenskum
byggðasöguritum. Lesandinn fær þannig, að minni hyggju, dágóða mynd
af vexti Akureyrar á tímabilinu, byggingu bæjarins og lífsháttum bæjar-
búa.
Ritið hefst á annál Akureyrar á árunum 1863-1905, en síðan slæst höf-
undur í för með þingboðanum og lýsir bæjarbrag almennt á þessum árum.
Inn í frásögnina er skotið húsasögu og mannlýsingum og eru þær sumar
hverjar harla spélegar. Allur er þessi bókarhluti bráðskemmtilegur aflestr-
ar, en þó eilítið ruglingslegur á köflum, svo lesandinn á fullt í fangi með að
fylgja höfundi eftir. Er hætt við því, að ýmsir þeir lesendur, sem ekki
þekkja til staðhátta á Akureyri, eigi erfitt með að átta sig á lýsingum á hús-
um og stöðum og fái því ekki notið frásagnarinnar sem skyldi.
Ymsir aðrir hlutar bókarinnar eru miklu markvissari að allri framsetn-
ingu og frásögnin því greinarbetri. Þetta á ekki síst við um II. kafla, I-
hluta, sem er bráðskemmtilega saminn, og II.—IV. kafla í IV. hluta, en i
þeim köflum segir af atvinnulífi og þeim breytingum, sem urðu á því sviði
á þessu skeiði.
Eins og vænta má er allmiklu rúmi varið til umfjöllunar um verslun,
enda var sú atvinnugrein undirstaða byggðar á Akureyri lengst af þvl
tímabili, sem hér er til umfjöllunar, og Akureyri byggðist öðru fremur sem
þjónustumiðstöð. Þetta kemur ef til vill hvergi skýrar fram en í sögu
Gránufélagsins. Þegar það hóf starfsemi á Oddeyri um 1870 var engin föst
búseta á eyrinni og Gamli-Lundur eina húsið. Árið 1890 voru íbúar á Odd-
eyri orðnir 209. Gránufélagið skipar því veglegan sess í byggingarsögu
Akureyrar og hefur kannski haft meiri áhrif á þróun bæjarins en nokkurt
fyrirtæki annað. Eru sögu þess og gerð nokkur skil í ritinu, þótt þar se
óneitanlega stiklað á stóru. Gránufélagið var eitt mesta verslunarfyrirtæki
á Norður- og Austurlandi á síðasta fjórðungi 19. aldar, en saga þess hefur i
raun aldrei verið skrifuð. Fyrsta hluta hennar eru að vísu gerð allgóð skil1
ævisögu Tryggva Gunnarssonar, en um tímabilið eftir að Tryggvi lét af
kaupstjórastarfi hjá félaginu hefur fátt verið skrifað og má það kallast mt-'ð
nokkrum ólíkindum þegar þess er gætt, hve mikinn þátt félagið átti í upp'
byggingu ýmissa verslunarstaða á Norðurlandi og Austfjörðum á þessum
tíma. Þar ber Akureyri vitaskuld hæst, en félagið hafði einnig mikil áhrif a
Siglufirði og Seyðisfirði, svo aðeins tvö dæmi séu nefnd. Þá er það og um_