Saga - 1995, Síða 229
RITFREGNIR
227
hugsunarefni, hvers vegna saga Gránufélagsins varð með þeim hætti, sem
raun bar vitni. Hvers vegna varð þetta félag, sem stofnað var af norðlensk-
um bændum og ætlað að færa þeim betri verslunarkjör en þeir sættu hjá
dönskum selstöðuverslunum, að stærstu selstöðuverslun landsins, algjör-
'ega komið upp á náð danskra stórkaupmanna? Mætti gjaman líta vestur á
ftrði til samanburðar. Þar störfuðu íslenskar verslanir, sem uxu og döfnuðu
samtímis því að Gránufélagið sökk æ dýpra í skuldafenið. Hvers vegna?
Fleiri spumingar, sem fróðlegt væri að fá svar við: Hvaða áhrif hafði Gránu-
félagið á verslun á Akureyri og annars staðar á kaupsvæði sínu? Varð félag-
*ð til þess að bæta verslunina? Sættu bændur betri kjömm hjá öðmm kaup-
monnum eftir tilkomu þess? Eða vom áhrifin kannski lítil sem engin vegna
þess að hagsmunir íslenskra og danskra kaupmanna vom hinir sömu þeg-
ar öllu var á botninn hvolft?
Við þessum spumingum gefst ekkert einhlítt svar og þess kannski vart
að vænta, að reynt sé að svara þeim í þessari bók. Saga Gránufélagsins er
ekki saga Akureyrar. Hún er hins vegar verðugt verkefni fyrir metnaðar-
sagnfræðinga og sennilega væri hægt að skrifa hana ýtarlegar en
s°gu margra annarra verslunarfyrirtækja á þessum tíma vegna þess hve
uúkið hefur varðveist af heimildum.
Jón Hjaltason nýtur þess, umfram höfunda ýmissa annarra íslenskra
^yggðasögurita, að hafa úr miklum heimildum að moða. Skjallegar heim-
ildir er snerta sögu Akureyrar virðast mér vera betur varðveittar en heim-
'ldir um flesta aðra kaupstaði íslenska, blöð hafa verið gefin þar út allt frá
f853 og geyma mikinn og margvíslegan fróðleik, mikið hefur varðveist og
verið gefið út af ýmiss konar minningum. Er þær ekki síst að finna í hinu
stórmerka riti Heima er bezt. Síðast en ekki síst hefur óvenjumikið mynd-
efui varðveist frá Akureyri á 19. öld og öndverðri þeirri 20. Þetta notfærir
öfundur sér vel. Hann vitnar víða til frumheimilda, fléttar frásögnum úr
oðum, bréfum og minningaþáttum víða skemmtilega inn í textann, auk
P^s sem bókin er prýdd miklum fjölda mynda, sem hafa mikið heimildar-
gildi og hafa margar þeirra ekki birst áður, svo mér sé kunnugt. Þá er það
°8 af hinu góða að birta myndir af húsum eins og þau líta út í dag. Hóf er
P° best í öllu og því verður ekki neitað, að á stundum fannst mér bókin
jafnvel ofhlaðin myndum. Myndimar em hins vegar flestar vel valdar og
Su*nar einkar fallegar. Við eina mynd í bókinni verður þó að gera alvarlega
^hugasemd. Ég get ómögulega skilið hvers vegna myndin, sem Tryggvi
Ur>narsson tók af Kristjáni Fjallaskáldi dauðadmkknum austur á landi,
er birt hér á bls. 332. Þetta er að vísu söguleg mynd, kvað vera elsta ljós-
^ynd, sem til er af fullum íslendingi og fylgir hér texta um starfsemi
Ve>tingahúsa á Akureyri. En hún kemur sögu Akureyrar ekkert við. Krist-
)an getur með engu móti talist til Akureyringa og engin þörf var á því að
nnnna á eymd og niðurlægingu Fjallaskáldsins á þessum vettvangi.