Saga - 1995, Side 236
234
RITFRHGNIR
sjálfri er fjallað um gripina í þeirri röð sem þeir bárust safninu. Breytir
þetta engu um efnistökin, því allar opnur bókarinnar eru sjálfstætt fram-
iag.
Tímabilið sem gripimir spanna er frá fyrstu öldum Islandsbyggðar til
samtímans. Kirkjugripir eru áberandi, allt frá miðöldum og fram til 18.
aldar. Sagt er frá ýmsum öðrum gripum frá því fyrir siðaskipti sem tengj-
ast heimilishaldi og fatnaði fólks að ógleymdum ýmsum dýrgripum sem
fundist hafa við fomleifauppgröft. Flestir hlutir sem sagt er frá í bókinni
em frá 18. og 19. öld, en einnig er nokkuð um 20. aldar minjar. Gripimir
frá þessum seinni öldum em fjölbreyttari en minjamar frá fyrri tíma-
skeiðum, þeir tengjast heimilishaldi, innbiii, dægradvöl, klæðnaði, samgöng-
um, tímatali, stjómsýslu, atvinnu til sjávar og sveita, auk minja frá nokkr-
um iðngreinum úr þéttbýlissamfélaginu. Athygli vekur að enn skuli safn-
inu berast ævagamlir munir frá fyrri öldum Islandsbyggðar sem ekki eru
jarðfundnir.
Þrátt fyrir að ekki sé verið að segja þróunarsögu ákveðinna þjóðlífsþátta a
skipulegan hátt í bókinni, fæst býsna gott yfirlit yfir sum svið. Sem dærni
má nefna borðbúnað og áhöld til matargerðar sem margir þættir fjalla um-
Má þar benda á t.d. gripi sem skráðir vom í safnið og myndir em af i
bókinni undir ártölunum 1865, 1867, 1874, 1883, 1884, 1887, 1889, 1897,
1905,1914,1917,1957,1968,1979,1982,1987 og 1988.
Varpa þeir bæði ljósi á breytingu sem varð yfir tíma, sem og þann mis-
mun sem var milli stétta í þjóðfélaginu. Myndimar skipta miklu máli i
þessu sambandi og gefa frásögnunum aukna dýpt.
Sú hugmynd að fjalla um einn grip frá hverju ári er að mörgu leyh
skemmtileg og gengur vel upp þegar ætlunin er að sýna fjölbreytni í safn-
kosti Þjóðminjasafnsins. Frásagnir af einstökum deildum og sérsöfnum
þykja mér hins vegar ekki koma eins vel fram innan þessa ramma. Les-
andi fær á tilfinninguna að verið sé að þröngva fróðleik um annars mjög
áhugaverð og oft stór svið starfseminnar inn á milli hnífapara og reiðtygja-
Þessar frásagnir eru heldur ekki tæmandi fyrir deildir safnsins og sérsöfn
og hefðu að mínu viti notið sín betur sem sérstakur hluti bókarinnar, en
sem hluti af aðfangaannál. Þessir þættir eru flestir mjög áhugaverðir og eg
er ekki að setja út á efni þeirra sem slíkra. Þama em m.a. fróðlegir pistlar
um ýmsa stóra fomleifauppgrefti, húsasafn Þjóðminjasafnsins sem er um
allt land og aðdraganda að stofnun sjóminjadeildar svo fátt eitt sé nefnt-
Margir þættir í starfsemi minjasafna em þess eðlis að þeir berast ekki með
gjöfum og er oft ekki einu sinni hægt að ná þeim í hús. Því er ástæða til að
fjalla um þá á annan hátt en staka gripi ef hugmyndin hefur jafnframt
verið að gefa lesendum heildarmynd af starfsemi Þjóðminjasafnsins.
Höfundar sem leggja til efni í ritið em 36 talsins, þótt á bókarkapu
standi reyndar að þeir séu 35. Hestir em þeir starfsmenn og sérfræðingar