Saga - 1995, Page 238
236
RITFREGNIR
meta þetta gildi eða leita að bakgrunni gripanna eru margvíslegar. Háan
aldur er algengt að tilgreina og nefna menn hann gjaman ef leiða má líkur
að því að viðkomandi hlutur sé elstur af sínu tagi, eða marki upphaf að þró-
un sem átti eftir að verða algeng. Dæmi um það má nefna reiðhjólið sem var
með þeim fyrstu sem flutt voru til landsins (1938) og kaffikvöm Eggerts
Ólafssonar og Bjama Pálssonar (1897), en þegar þeir gerðu víðreist um
landið þekktist kaffi varla á íslenskum heimilum.
Hið almenna og algenga vísar til daglega lífsins, orffleygur hefur varð-
veist úr sveitinni (1877), fiskasteinn minnir á harðfiskverkun fyrri alda
(1945) og blekbytta er til frá einhverju skrifborði fortíðarinnar (1893). Hið
sérstaka og einstaka gerir aðra gripi merka til framtíðar, einstakur útskurð-
ur eða smíð (1864, 1876, 1877) vitnar um hagleik og listfengi og kirkjulist
ættuð úr íslenskum dölum (1918) ber innlendu trúarlífi vitni.
Samhengi gripanna við háttu mismunandi stétta getur verið áhugavert
sjónarhom. Hnífapör (1889) og klukkur (1935) voru t.d. aðallega notuð af
ákveðnum hópi manna á 18. öld. Einnig er það talið sumum gripum til
gildis að hafa tilheyrt nafnkenndum mönnum, svo sem Guðbrandi biskupi
á Hólum (1863) og Skúla Magnússyni landfógeta (1883,1904) eða tengjast
stórviðburðum í lífi þjóðarinnar eins og konungskomu (1968) og Alþingis-
hátíð (1961). Góðu ljósi er einnig oft varpað á samhengi gripanna og þróun
innan síns sviðs, m.a. textílsögunnar (1960), búsáhaldasögunnar (1905) og
stjómsýslunnar (1900,1925).
Þórður Tómasson safnvörður á Skógum segir á einum stað í bókinni (bls.
128) að framan af árum hafi Þjóðminjasafnið fremur verið safn listiðna en
áhalda. Verk hagleiksmanna eru vissulega enn áberandi, ef litið er á þetta
úrval gripa sem hér birtist úr safninu, en hlutur daglegra brúkshluta er
einnig nokkur. Úrval gripanna hér er þó líklega ekki hugsað til að gefa
dæmigerða mynd af hlutfalli milli gersema og þarfaþinga sem varðveitt
em í safninu. Sú mynd sem lesandi fær er þó sú að mikil áhersla sé á
sveitasamfélagið, kirkjugripir og tréskurður em áberandi fyrir eldri tím-
ann, en einnig glittir í atvinnu- og menningarminjar þéttbýlissamfélags-
ins.
Ritið Gersemar og parfaping er í alla staði vandað. Höfundar skila verki
sínu vel. Staðamafnaskrá og samantekt á ensku er aftast í bókinni og prý^”
ir það flestar bækur að hafa slíku á að skipa. Bókin er fallega hönnuð og
myndimar njóta sín með afbrigðum vel. Ritíð á án efa eftir að opna sagn-
fræðingum og öðrum áhugamönnum um menningarminjar leið að nýjum
heimildum um viðfangsefni sín.
Hrefna Róbertsdóttir