Saga - 1995, Qupperneq 240
238
RITFREGNIR
Ingi Rúnar Eðvarðsson hefur nú skráð sögu bókagerðar á íslandi. Bók
hans, Prent eflir mennt, er áttunda bókin í Safni til Iðnsögu íslendinga undir
stjóm Jóns Böðvarssonar.
Ingi Rúnar rekur í bók sinni söguna frá því Jón biskup Arason (að því
helst er talið) fékk Jón svenska Matthíasson klerk og líklega farandprent-
ara til að setjast að á Hólum með prentverk sitt í kringum 1530 til þessa
dags.
I upphafi fjallar höfundur mjög stuttlega um þróunina frá upphafi til
Gutenbergs, uppfinningu hans og æviskeið og útbreiðslu prentlistarinnar
næstu árhundruðin. Síðan snýr hann sér að Islandi.
Það er raunar athygli vert hve fljótt þessi nýja aðferð kemur til þessa
lands, svo langt sem það er frá öðrum þjóðum. Leidd eru rök að því að
hingað hafi prentlistin komið í kringum 1530, sem er liðlega öld fyrr en
hún kemur til Noregs og Finnlands, en um hálfri öld eftir að Danir og Sví-
ar höfðu meðtekið hana. Að vísu er nokkur ágreiningur um upphafsárið hér
á landi, en þar skakkar fáum árum til eða frá.
Fyrsta prentverkið, sem komið var upp á biskupssetrinu að Hólum i
Hjaltadal, mun ekki hafa verið mikið að vöxtum, enda búnaður farand-
sveina við það miðaður að þeir gætu auðveldlega ferðast bæja í milli °g
prentað ýmislegt smálegt fyrir þá sem með þurftu. Búnaðurinn var lítil
pressa, „eitt eða fleiri letur að stærð eða gerð, ofurh'tið af skrauti, svo sem
forstöfum og bókahnútum, dálítið af línolíu og furusóti til að sjóða ur
svertu og fáeinar bækur af pappír". Lýsing sú sem til er af einu bókinm
sem vitað er um að prentuð hafi verið í prentverkinu að Hólum í tíð Jóns
Arasonar styður þetta áht. Þar segir að letrið hafi verið „htið, Ijótt Sváfa-
lækjarletur", en hugtakið sváfalækjarletur er hefðbundin íslenskun á þvl
sem upprunalega heitir Schwabacher-letur og er af gotneskum toga.
í raun má segja að til ársins 1773 hafi þessi fyrsta prentsmiðja að stofni til
verið eina prentsmiðjan á landinu, þótt hún hafi vissulega ferðast um land-
ið; Hólar, Breiðabólstaður, NúpufeU, Hólar, Skálholt, Hhðarendi, Hólar enn
á ný þar tíl hún var afhent Landsuppfræðingarfélaginu 1799 og sameinuð
prentsmiðjunni að Leirárgörðum. Sú prentsmiðja fór síðar í Viðey með Magn-
úsi Stephensen og þaðan til Reykjavíkur 1844. Þessi saga er sögð í ákafleg3
stuttu máh, þar sem mér finnst vanta að notað sé sem skyldi það sem til er
um efnis- og tækjakost prentverksins á tímanum. Þannig var gerð úttekt a
Hólaprentsmiðju árið 1741 sem eðlilegt hefði verið að birta í bók sem þess-
ari.
Sagan til ársins 1886, þegar samþykkt eru lög um að hver sem fjar'
hagslega getu hefur til geti stofnað prentsmiðju, er rakin með upptalningu
fyrirtækja og eigenda. Upp frá því er þróun í vinnubrögðum og tækjakosti
rakin með því að segja sögu helstu fyrirtækja á hverjum tíma.
Bókagerð er hins vegar ekki eingöngu textasetning og prentun heldur