Saga - 1995, Side 243
RITFREGNIR
241
gerðir háskólanema. Auk þess viðtöl við örfáa Iðjufélaga og forystumenn
°g -konur.
En bókin er ekki bara saga Iðju, þótt þeim rauða þræði sé ætíð fylgt. Um
leið er sagt frá átökum og ávinningum verkalýðshreyfingarinnar. Sagt er
frá átökunum um verkfalls- og samningsrétt verkalýðsfélaga, vinnulög-
gjöfinrd, vinnudeilusjóði, atvinnuleysistryggingum, baráttu fyrir styttingu
vinnutímans, ávinningum í sambandi við kaffitíma, baráttu fyrir orlofs-
°g veikindarétti verkafólks, lífeyrismálum, húsnæðismálum og síðast en
ekki síst baráttunni fyrir því að verkafólk hefði réttlátan uppsagnarfrest.
Hið síðastnefnda er ekki lítilvægt nú þegar að kreppir um atvinnu.
Að bókin skuli vera saga einstaks verkalýðsfélags takmarkar að sjálf-
^gðu möguleika höfundar til þess að gera þessum atriðum skil í víðtæku
samhengi. A hinn bóginn eru þessi atriði rakin í samhengi við félags- og
sþórnmálaþróun og er það af hinu góða. Við það verk nýtur höfundur, sem
er stjómmála- og félagsfræðingur að prófgráðum, þekkingar sinnar á ís-
lensku þjóðfélagi og kenningum um stjómmálaþróun þannig að lesanda
verður Ijóst að „mikilmennin" er stýrðu Iðju vom ekki „prímus-mótórar"
soguþróunar, heldur fólk af holdi og blóði sem stýrði verkföllum, því mik-
úvaega pólitíska úrræði, til að knýja fram öll helstu réttindamál verkalýðs-
félaga.
Þá þykir mér fengur að úttekt á því hvar á landinu fyrstu félagar Iðju
attu uppmna sinn. Þar tengir höfundur saman almenn atriði um þéttbýl-
isrnyndun og raunvemlegt fólk í raunvemlegum störfum. Einnig em ágæt-
lr kaflar um kreppuárin og iðnþróun eftir kreppu. Þá er oft vikið að átök-
Urn stjómmálaflokka í verkalýðshreyfingunni og enn má nefna áhugaverð-
an kafla um deildir innan Iðju og ýmis félög sem tengdust Iðju.
Rammagreinar víða í bókinni gera hana mun aðgengilegri en ef hún væri
ember textinn. í rammagreinum em viðtöl, blaðagreinar frá ýmsum tím-
Urn, auglýsingar, kveðskapur og margt fleira. Fjölmargar myndir prýða
Híkina og virðist mikil vinna hafa verið lögð í að finna hvaða einstaklingar
eru á myndunum. Má á myndunum sjá starfsaðstöðu fólks við skógerð og
saelgætisgerð, kassagerð, pylsugerð og svo mætti lengi telja.
Það má kannski helst finna að umfjölluninni um verkfallsvopnið að sú
saga er dreifð um alla bókina enda var það ekki hlutverk þessarar bókar að
rettlaeta verkföll. Mér finnst þetta kalla á að saga þess hverju verkföll og
0r>nur verkalýðsbarátta hafa náð fram sé skrifuð. Ekki endilega til að rétt-
Heta verkföll, heldur til að sýna hversu torsótt hefur reynst að afla réttinda
a borð við samningsrétt, orlof, kaffitíma og margt fleira sem ungu fólki
kann að þykja sjálfsögð í dag. Þetta er e.t.v. ekki hlutverk stofnunarinnar
mnsögu íslendinga, heldur ætti það að vera hlutverk sagnfræðinga í Há-
skóla íslands eða annars staðar og þá auðvitað ekki síst samtaka launafólks
að styrkja slíka söguritun. Höfundur hefði þó getað lengt hina stuttu sam-
16~saga