Saga - 1995, Page 245
RITFREGNIR
243
Sumarliði R. ísleifsson: FRÁ STEÐJA TIL STAFNS.
MÁLMIÐNAÐUR Á ÍSLANDI Á SÍÐARI HLUTA 20.
ALDAR. SAFN TILIÐNSÖGU ÍSLENDINGA. I. bindi B.
Ritstjóri Jón Böðvarsson. Hið íslenska bókmenntafélag
1994. 400 bls. Ymsar skrár og félagatöl.
Árið 1987 kom út bókin Eldur í afli eftir Sumarliða R. ísleifsson þar sem
takin var saga málmiðnaðar á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Bókin Frd
steðja til stafns er síðara bindi af sögu málmiðnaðar og tekur aðallega fyrir
h'mabilið 1950-90. Hún er jafnframt níunda bindi í Iðnsögu íslendinga, en
auk hennar komu út á árinu 1994 saga prentiðnaðar og saga verkafólks í
iðnaði.
I inngangi er gerð grein fyrir umfangi verksins, lýst er efnistökum og af-
ntarkað sviðið sem fjallað skal um. Frásögn þessa bindis er aðallega bundin
við handiðnað, en heimilisiðnaður og verksmiðjuiðnaður að mestu snið-
genginn. Það þýðir að álframleiðsla, stálbræðsla og verksmiðjuvædd fram-
leiðsla ýmiss konar falla fyrir utan umfjöllun þessarar bókar. Innan málm-
iðnaðar eru margar löggiltar iðngreinar sem fjallað er um, s.s. blikksmíði,
jarnsmíði, ketil- og plötusmíði, mótasmíði, málmsteypa, rennismíði, vél-
virkjun, stálsmíði og sérstaklega skipasmíði úr járni og stáli, en einnig
bátasmíði sem tilheyrir tréiðnaði. Þrátt fyrir að hinar ýmsu greinar séu
sundurgreindar með þessum hætti er saga hverrar og einnar ekki rakin,
heldur er almennt gerð grein fyrir verkefnum fyrirtækja í málmiðnaði. Af
heiti bókarinnar má ráða að nokkur áhersla sé lögð á skipasmíðar og
skipaviðgerðir. Áherslan er í raun svo rík að full ástæða hefði verið að nefna
skipasmíðar í undirtitli bókarinnar.
1 öðrum kafla er sagt frá efnahagsþróun tímabilsins og starfsumhverfi
^rn stjómvöld hafa búið iðnaði og sérstaklega málmiðnaði. Komið er inn á
skattamál, tolla, höft í innflutningi efna og véla, ríkisstyrki og lánamögu-
leika og fleira. í þessum kafla er mikið vitnað til heimilda atvinnurekenda
s.s. Félags blikksmiðjueigenda, Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, Félags
rslenskra iðnrekenda o.fl. sem finna sköttum, höftum og öðmm skorðum
allt hl foráttu. Hér er að finna dágóða lýsingu á ástandinu, en minna lagt
UPP úr því að leita skýringa á því. Hvað hefði t.d. gerst hefði gjaldeyrissjóð-
Ur !andsins verið uppurinn, höft afnumin og vömskiptajöfnuður orðið nei-
væður? Var ástandið nokkuð öðmvísi í nágrannalöndunum?
1 þriðja kafla er fjallað um þróun málmiðnaðarfyrirtækja, stærð þeirra,
skipulag og áhrifavalda á starfsemi þeirra. Þar kemur fram að hlutfall
htaltruðnaðar af iðnaði hefur lækkað um þrjú prósentustig og var um 1980
Urn 20%. Á sama tíma hefur fyrirtækjum fjölgað. Rakin em helstu verkefni