Saga - 1995, Blaðsíða 246
244
RITFREGNIR
í málmiðnaði, þau greind í meginþætti og raktar helstu breytingar í áranna
rás.
I fjórða til sjöunda kafla er fjallað um helstu fyrirtæki í Reykjavík og
nágrenni og síðan haldið réttsælis kringum landið og fjallað um málmiðnað
og skipasmíðar á Vestur-, Norður-, Austur- og Suðurlandi. Þegar komið er
út fyrir fróðlega kafla um stóru fyrirtækin í Reykjavík, Hamar, Héðin, Lands-
smiðjuna og Stálsmiðjuna fer upptalningin að verða eins og í símaskrá.
Saga hvers fyrirtækis er rakin. Að jafnaði er sagt frá stofnári, fjölda starfs-
manna, helstu verkefnum og áherslum í starfsemi fyrirtækjanna. Kaflam-
ir byggja mikið á svömm við spumingaskrám sem höfundur og ritnefnd
hafa sent út. Þessir aðilar hafa ákveðið að lýsa hverju fyrirtæki sem minnst
er á, og mætti ætla að það sé gert til að auka sölu ritsins. Jafnvel er fjallað
um fyrirtæki sem aðeins hafði einn til tvo menn í vinnu (bls. 147). í þess-
um köflum er frásögnin á hlutstæðu, einstaklingsbundnu stigi. Sameigin-
leg einkenni og þróun fá þeim mun minna rými. Hugsanlega hefði mátt
bæta úr þessu með samantektarköflum þar sem frásögninni hefði verið lyft
á hærra stig alhæfingar.
I áttunda kafla er sérstaklega fjallað um blikksmíði og málmsteypu. Sér-
stakur kafli er um tækni, tækjakost og breytingar. Lýst er breytingum á
vinnuaðferðum með vaxandi sjálfvirkni og tölvuvæðingu.
Innan málmiðnaðar rúmast margar löggiltar iðngreinar, eins og sagt var
frá hér að framan. Því er sérstakur kafli um iðnnám þar sem greint er frá
helstu breytingum sem hafa orðið á iðnnámi, tilkomu nýrra iðngreina s.s-
stálsmíði og þróun verknáms- og fjölbrautaskóla. Líklega verður sérstakt
bindi ritstjóra iðnsögunnar um iðnmenntun óþarft ef fleiri sagnaritarar iðn-
sögunnar gera henni jafnvel skil og Sumarliði. Fagþekking og fagvitund
er jafnan mikil í röðum iðnaðarmanna sem hafa langt nám að baki í sér-
hæfðum fræðum. Ég gæti trúað að þessi bók ætti eftir að efla samstöðu og
samhug þeirra sem starfað hafa í greininni; manna sem stundum þurftu að
byrja á að smíða öll verkfærin áður en hafist var handa við framleiðslu eða
viðgerðir. Þrátt fyrir að sum fyrirtæki hafa hætt rekstri og önnur séu vart
svipur hjá sjón miðað við veltiár sjötta- og sjöunda áratugarins, þá er i
þessu riti talinn upp fjöldi verkefna, frá skipasmíðum og byggingu stórra
mannvirkja yfir í framleiðslu véla og varahluta fyrir undirstöðuatvinnu-
vegi landsmanna, sjávarútveg og landbúnað. Af því geta málmiðnaðar
menn verið stoltir. Af lestri þessarar bókar varð mér enn frekar ljóst að
málmiðnaður er meðal undirstöðuatvinnugreina landsmanna, og í raUI1
verða fáar atvinnugreinar stundaðar án þátttöku málmiðnar.
I sérstökum kafla er fjallað um vinnuumhverfi, félagslíf og samtök málm-
iðnarmanna. Samtök iðnaðarmanna hafa þróast með breytingum á iðngrem'
um, vinnuumhverfið hefur stórbatnað á flestum sviðum, en félagslífið er