Saga - 1995, Page 249
RITFREGNIR
247
sem höfundur hafði til verksins, og í svo stuttu máli. Bókin er hins vegar
mjög gott yfirlitsrit og vel læsileg, góður kafli í almenna iðnsögu íslend-
lnga og getur þannig orðið grunnur að frekari rannsóknum á málmiðnaði
landsmanna.
Magnús Guðmundsson
Jörn Riisen: LIFANDI SAGA. FRAMSETNING OG
HLUTVERK SÖGULEGRAR ÞEKKINGAR. Gunnar
Karlsson þýddi. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 34. Reykja-
vík 1994.121 bls. Nafna- og atriðisorðaskrá.
Höfundur þessa rits, Jörn Riisen, er þýskur sagnfræðingur og heimspek-
lngur. Hann hefur samið fjölda greina og rita um sögustefnu 19. aldar, að-
ferðafræði og heimspekigrundvöll sagnfræðinnar. Lifandi saga kom út á
frummálinu árið 1989 undir heitinu Lebendige Geschichte. Formen und
Funktionen des historischen Wissens. Þetta er raunar þriðja og síðasta bindi rit-
verks sem ber heildarheitið Grundziige einer Historik (Frumdrættir sögu-
legrar aðferðafræði). Fyrsta bindið (1983), sem kaOast Historische Vernuft
(Söguleg skynsemi), fjallar um þróun sögulegrar hugsunar og fræðilegan
gnjndvöU sagnfræðinnar. Annað bindið, Rekonstruktion der Vergangenheit
(Endurgerð fortíðarinnar), fæst svo einkum við aðferðir og kenningar í sagn-
fræðilegum rannsóknum.
Þýðandi ritsins, Gunnar Karlsson, kveðst í formála hafa kosið að snúa síð-
asta bindinu, aðallega af því að það flytji mestar nýjungar í hugsun og eigi
Erýnast erindi við íslenska sagnfræðinga og söguáhugamenn. Meginfor-
senda höfundar sé sú „að allt fólk eigi sér sögulega vitund, það skilji og
^lki stöðu sína í framvindu sögunnar og beiti þeirri túlkun til að ná átt-
Urn' finna sér stefnu og ákveða athafnir sínar í lífinu. ... Forvitni okkar
Urr> fortíðina, og þar með fræðigreinin sagnfræði, er sprottin af þörfum okk-
ar nú fyrir að fá skýrari mynd af stað okkar í tilverunni, í framvindu tím-
ans" (s. 7-8).
A sinn hátt glímir Rúsen hér við hina sígildu spumingu um eðli sagn-
*ðinnar, hvort hún sé fremur í ætt við list eða vísindi. Höfundur álítur
aug!jóst að sagnfræðileg rannsókn sé vísindaleg starfsemi og svari sem slík
niennum kröfum um gagnrýni, rökstuðning og sannleiksgildi. En jafn-
I st megi vera að sagnfræði þrífist ekki án framsetningar (söguritunar) og
rnarkmiðs - sagnfræðileg þekking verði fyrst að því sem hún er í framsetn-