Saga - 1995, Síða 254
252
RITFREGNIR
og stríð, skapa breiða pólitíska samstöðu í samfélaginu og reisa efnahagslíf
úr rústum. Því sé rangt að stilla þjóðríkinu og EBE upp sem andstæðum,
heldur hafi EBE verið órjúfanlegur hluti af endurreisn og eflingu þjóð-
ríkisins á eftirstríðsárunum - í raun og veru bjargvættur þess.
Upphaf Evrópusamvinnu íslands og Evrópumarkaðshyggjan eiga það sam-
eiginlegt að verja miklu rúmi í að fjalla um tilurð og þróun EBE, og mun ég
aðallega ræða um það efni í þessum ritdómi. Báðar bækumar eru skrifaðar
af sendiherrum með langan feril í utanríkisþjónustunni, þaulkunnugum
Evrópustjómmálum þessa tíma úr sínu starfi. Hannes Jónsson var sendi-
ráðsritari í Bonn á ámnum 1955-57, um það leyti sem EBE var stofnað. Ein-
ar Benediktsson, sem skrifar eina af þrem ritgerðum fyrmefndu bókar-
innar, starfaði hjá OEEC, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, á árunum
1955-60, fyrstur íslendinga. Hvorug bókin er þó þurr skýrsla háembættis-
manna úr utanríkisþjónustunni, því báðir höfundar em ófeimnir að taka
viðfangsefnið persónulegum tökum og viðra eigin afstöðu til þess. Hannesi
Jónssyni er þó sýnu meira niðri fyrir en Einari Benediktssyni.
Hvemig skýra höfundar þá grundvallamýjvmg sem varð með Evrópu-
sammnanum? í riti sínu rekur Hannes Jónsson í alllöngu máli tilurð og
þróun Evrópusamvinnu á sviði efnahagsmála. Þessi umfjöllun þjónar öðr-
um þræði sem sagnfræðileg undirstaða í boðskap bókarinnar: að Islend-
ingar hafni aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem var í burðarliðnum þeg-
ar bókin var skrifuð. Til skýringar Evrópusammnanum nefnir Hannes ann-
ars vegar metnað íbúa Vestur-Evrópu til að bæta lífskjörin, hins vegar
pólitískar og sögulegar aðstæður í álfunni. í stríðinu styrktist sú hugmynd
að náið pólitískt og efnahagslegt samstarf Evrópuríkja væri eina von
Evrópu til að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig. Ennfremur sau
margir aukna samvinnu sem svar stríðshrjáðra þjóðríkja í Evrópu gegn
ofurvaldi stórveldanna í austri og vestri.
Þetta em kunnuglegar skýringar á aukinni samvinnu Evrópuríkja.
Líflegri er frásögn Hannesar af nánasta aðdraganda EBE, byggð á minn-
isblöðum hans sjálfs sem sendiráðsritara í Bonn. í henni koma vel ffam
hugmyndir Vestur-Þjóðverja um aukna efnahagssamvinnu og hvaða vanda-
mál vom þeim efst í huga. Hins vegar litar andúð höfundar á EBE túlkun
hans á málavöxtum, sem skýrast kemur fram þegar hann telur sig finna
náinn skyldleika með hugmyndum Vestur-Þjóðverja um myndun stors
efnahagssvæðis og útþensluhugmyndum nasista fyrir stríð. Höfundur klykk-
ir síðan út með eftirfarandi orðum: „Það, sem stríðsvél Hitlers mistókst,
skyldi nást með efnahagsuppbyggingu og forystu Þýskalands og gjaldmiðils
þess, markinu, innan Efnahagsbandalags Evrópu" (bls. 28). Að leggj3
markmið og stefnu Hitlers-Þýsklands og Þýsklands eftirstríðsáranna að jöfnu
ber vott um hleypidóma og takmarkaðan söguskilning, sem ekki sæmit
jafnreyndum diplómat og Hannesi Jónssyni.