Saga - 1995, Page 255
RITFREGNIR
253
í bók Hannesar er rakin þróun EBE og Fríverslunarsamtaka Evrópu,
EFTA, fram á síðari ár, helstu viðfangsefni þeirra, uppbygging og stofn-
anir. Tvennt finnur Hannes Jónsson EBE aðallega til foráttu. f fyrsta lagi er
rekin víðtæk vemdarstefna með háum ytri tollmúrum og öðmm viðskipta-
hindmnum gagnvart ríkjum utan bandalagsins, þrátt fyrir aukið viðskipta-
frelsi milli aðildarríkjanna sjálfra. Þessi þróun gengur í berhögg við frí-
verslunarstefnuna, sem Hannes telur að tekist hafi á miklu heilbrigðari hátt
að framfylgja hjá EFTA-ríkjunum. í þeim samtökum sér Hannes fyrir-
mynd að alþjóðasamstarfi. í öðm lagi feli aðild að bandalaginu í sér óvið-
unandi skerðingu á fullveldi ríkja, ekki síst fyrir smáríki á borð við ísland.
Svo geti farið „að íslenskt fullveldi og sjálfstæði verði á líkingamáli lítið
meira en eins og hrísgrjón í súpu EB innan fárra ára" (bls. 86).
í Upphaf Evrópusamvinnu íslands leggur Einar Benediktsson nokkuð ann-
an skilning í uppmna Evrópusamstarfs, líkari þeim sem komið hefur fram
1 nýlegum sagnfræðirannsóknum sem sagt er frá hér að framan. Einar ger-
u mikið úr þýðingu OEEC, en með þeirri stofnun tóku ríki Evrópu að gera
sérstaka gangskör að því að afnema viðskiptahöft, sem síðan leiddi til nán-
ari efnahagssamvinnu á næstu ámm. Þátttökuríkin afsöluðu sér sjálfsfor-
ræði sem þau höfðu áður haft og lögðu saman völd sín á þessu afmarkaða
sviði. I reynd þýddi þetta víðtækara frelsi og betri gmndvöll til að standa á
til að auka hagvöxt og atvinnu. „Hér er sjálfsforræði ekki tapað heldur
tryggt" (bls. 6).
Einar ræðir stuttlega um starf OEEC og aðdragandann að stofnun Efna-
hagsbandalagsins 1957. Þá er fróðleg umfjöllun um viðræður EBE-ríkjanna
sex og hinna ríkjanna innan OEEC um evrópskt fríverslunarsvæði á ámn-
um 1957-58. Löndum utan hins nýstofnaða bandalags var mikið í mun að
viðskipti við aðildarlönd þess héldust jafn greið og áður. Frakkar sigldu við-
ræðum í strand í nóvember 1958 með því að lýsa yfir að ekki væri hægt að
Eoma á fríverslunarsvæði allra þessara ríkja ef hvorki ytri tollamörk né
stefnan í efnahags- og félagsmálum yrði samræmd. Frökkum var álasað
mjög fyrir framgöngu sína, en Einar bendir réttilega á, að óraunhæft hafi
verið að koma fríverslun í kring án frekari samruna, og vísar til þess að sú
Varð einmitt raunin síðar við stækkun Evrópubandalagsins.
Oryggismál áttu einnig drjúgan þátt í nánara samstarfi Vestur-Evrópu-
nkja og ræðir Einar Benediktsson þau fyrst og fremst í sambandi við stofn-
un NATO. Hér festist frásögnin nokkuð í klisjum kalda stríðsins og túlkar
Einar framvinduna í Vestur-Evrópu í aðalatriðtim sem viðbrögð við útþenslu-
stefnu Sovétmanna. Nærtækari dæmi um áhrif öryggisjónarmiða í þá átt
að ýta ríkjum til nánara efnahagssamstarfs er í fyrsta lagi kapp Vestur-
Ejóðverja á að styrkja stöðu Vestur-Þýskalands sem framtíðarríkis þýsku
Þíúðarinnar og að öðlast aftur traust og og virðingu á alþjóðavettvangi; í
annan stað viðleitni annarra ríkja, ekki síst Frakka, til að skuldbinda Þýska-