Saga - 1995, Page 258
256
RITFREGNIR
Bókin ber það hins vegar með sér, að hún er frekar upplýst blaðamennska
en fræðilegt verk. Frásögnin er lífleg, Eðvarð tekur einkar sláandi dæmi og
hann tekur óhikað afstöðu til manna og málefna. Greiningin er hins vegar
ekki eins kerfisbundin og gera mætti kröfu um í fræðilegu verki. Víða er
t.d. vikið að stjómkerfi eyjanna og tengslunum við Dani, sem reyndar virð-
ast flókin og stundum hafa verið illa skilgreind, en eina heillega úttekt á
þessu vantar. Yfirlit um landsstjómir og lögmenn síðustu áratugi hefði líka
verið vel þegið. Á bls. 63 er t.d. sagt um Atla Dam, sem árið 1970 varð við
þeirri beiðni að taka við formennsku Jafnaðarflokksins: „Hann varð strax
lögmaður Færeyja og gegndi því embætti allra manna lengst í sögu þjóð-
arinnar eða til ársins 1993." Annars staðar kemur hins vegar fram að Atli
gegndi embættinu ekki samfellt allan þennan tíma. Heimildaskrá er rýr,
sjálfsagt vegna þess að frekari rannsóknir á færeyskri sögu og samfélagi
vantar. Tilvitnanir í heimildir em mjög ófullkomnar og auk þess vantar
stundum í heimildaskrána rit sem vísað er til í texta (t.d. ritgerð færeyska
hagfræðingsins Áma Ólafssonar sem vitnað er í á bls. 54). Hvorki nafnaskra
né atriðisorðaskrá er í bókinni.
Kenning Eðvarðs um ófarir Færeyinga er skýr, en hann segir í upphafi
bókar: „Efnahagslegt og pólitískt gjaldþrot færeysku þjóðarinnar má fyrst
og fremst rekja til tvennskonar gmndvallarsjónarmiða sem hafa verið ríkj-
andi í færeyskum stjómmálum í marga áratugi. í fyrsta lagi þess lífsseiga
viðhorfs að færeyska þjóðin væri of lítil og fátæk til að geta nokkm sinm
orðið sjálfbjarga. í öðm lagi þess að hægt væri að skapa atvinnu og varð-
veita byggð til frambúðar í öllum kjördæmum með opinbemm styrkjum
(bls. 7). Eðvarð telur, að fyrirkomulag heimastjómarinnar, ekki síst gíFur-
legir danskir fjárstyrkir (sem minnkuðu a.m.k. ekki þegar færeysku full'
trúamir í danska þinginu höfðu oddastöðu um líf ríkisstjóma), hafi skapaö
ábyrgðarleysi meðal færeyskra stjómmálamanna: byggt var upp dýrt vel-
ferðarkerfi sem færeyskt efnahagslíf stóð ekki undir, og í sjávarútvegi var
komið á ríkisforsjá og styrkjakerfi er leiddi til fjárfestingar sem var bæði
alltof mikil og óarðbær. Hvomtveggja tengdist öfgafullri byggðastefnu.
Greining Eðvarðs á stjómmálakerfi eyjanna er einkar fróðleg. Þannig
virðast færeysku stjómmálaflokkamir vera hreinir fyrirgreiðsluflokkar,
þar sem formleg stefnuskrá skiptir engu máli, en grófir hagsmunaárekstr-
ar em daglegt brauð. Eðvarð bendir á, að stjómarsáttmálar hafi ekki faliö i
sér langtímaáætlanir um uppbyggingu atvinnulífs eða skynsamlega nýt
ingu auðhnda, heldur hafi þeir fyrst og fremst verið samningar milli póh
tísku flokkanna „um hvemig skipta ætti fjármagni og fjárfestingaverkefn
um milli kjördæma" (bls. 89). Hann telur mikil tengsl hafa verið niil i
hagsmunaaðila í útgerð og stjómmálum og nefnir sem dæmi, að af 17 þin8
mönnum sem árið 1989 greiddu atkvæði með fmmvarpi um skipting11
hráefnis milh fiskvinnslustöðva hafi 13 verið tengdir fiskvinnslustöðvum