Saga - 1995, Page 259
RITFREGNIR
257
sem forstjórar, stjómarformenn, eigendur, stjómarmenn eða endurskoð-
endur (bls. 102). Atli Dam var um langt árabil forstjóri Fjármagnsfélags-
ins, sem fjármagnaði nýsmíði skipa og togara. Leiðtogar borgaraflokkanna,
Pauli Ellefsen og Jógvan Sundstein, áttu og ráku stærstu endurskoðun-
arfyrirtæki eyjanna, sem „endurskoðuðu jöfnum höndum reikninga lands-
sjóðs, útgerðar, frystihúsa og útflytjenda", auk þess sem þau önnuðust „ráð-
gjöf fyrir tilvonandi útgerðarmenn og togarakaupendur" (bls. 89).
Þessu kerfi fylgdi margháttuð spilling. Þannig virðist hafa verið land-
l*gt að stjómendur fyrirtækja segðu ósatt til um eigið fé til þess að fá fjár-
naagnsfyrirgreiðslu og dómar í Færeyjarétti og Eystri landsrétti Dana
benda til þess að það hafi verið með vitund og vilja forystumanna í fær-
eyskum stjómmálum - og jafnvel að fmmkvæði þeirra (bls. 94-96). í opin-
Þerri stjómsýslu var lágmarkskröfum regluveldisstjómsýslu kastað fyrir
fóða á áttunda áratugnum, þegar stöðugt fækkaði skriflegum umsögnum,
úlmælum og upplýsingum, sem áður þóttu sjálfsagðar þegar heimila átti
greiðslur úr opinbemm sjóðum. „Spilling, öryggisleysi og óvissa einkenndi
sfjómsýslu á níunda áratugnum" segir Heri Mohr, gjaldheimtustjóri Fær-
eYja (bls. 104).
Sú byggðastefna sem þróaðist í þessu kerfi er með hreinum ólíkindum,
enda er haft eftir Jógvan I. Olsen, sjávarútvegsráðherra og stórútgerðar-
ntanni: „Hvað er byggðastefna? Þú verður að vera Færeyingur til að skilja
hana" (bls. 84). íbúafjöldi Færeyja er um 47.000 manns, en um 50 sveitar-
félög em á eyjunum, sum ekki nema 10 til 20 manns, og í ársbyrjun 1993
yar talið að 40 þeirra væm gjaldþrota og skuldir þeirra næmu alls um 30
nailljörðum (bls. 108-9). Kjördæmapot var landlægt, en reyndar vantar í
hókina heillega úttekt á færeyska kosningakerfinu. Sem dæmi um byggða-
stefnuna má nefna, að á Sandey búa 1700 manns. Deilur urðu um bygg-
'ngu elliheimils í stærstu byggðinni, Sandi, og því var matur fyrir heimilið
eldaður í nágrannabyggðinni Skopun, en fötin þvegin í Skálavík. Þessi
'Uálamiðlun dugði þó ekki lengi og tvö elliheimili vom reist til viðbótar.
Somuleiðis vom byggðar þrjár hafnir. Frystihúsin vom tvö, á Sandi og í
Skopun, en átta kílómetrar em á milli, og fóm bæði á hausinn (bls. 103).
Landsstjórnin lét hefja gerð jarðganga undir Vestmannasund um leið og
®jarstjómin í Vestmanna hóf byggingu dýrrar ferjuhafnar 10 km norðan
ylð jarðgöngin (bls. 106). Stór og fullkomin sjúkrahús vom reist í Þórshöfn,
hlaksvík og á Suðurey (bls. 50). Er hér fátt eitt talið.
Færeyskir stjómmálamenn reyndu líka að bjarga sér fyrir hom með skyndi-
ausnum eða „reddingum". Þannig „ákvað landsstjómin að fjárfesta í nokkr-
Urn stómm tankskipum sem áttu að sigla með kemísk efni á alþjóðamark-
*• Ljóst er að stjómvöld báðu aldrei sérfræðinga um að kanna hvort raun-
Vemlegur markaður væri fyrir flutninga af þessu tagi" (bls. 91). Skipin
v°m keypt og höfðu heimahöfn hvert á sinni eyjunni. Allt fór á hausinn.
17'SAGA