Saga - 1995, Blaðsíða 262
260
RITFREGNIR
verðan vitnisburð um viðbrögð við þýðingunum og birtir niðurstöður könn-
unar hjá almenningsbókasöfnum (spumingalista, og fylgt eftir með sam-
tölum) um eign þeirra af verkum færeyskra höfunda og nýtingu þeirra.
Hjörtur drepur m.a. á bækur sem söfnin eiga á færeysku, sem auðvitað er
óverulegt og lítið notað. Um lestur Færeyinga á íslenskum bókum á frum-
máli segir Martin Næs það eitt skýri a. m. k. ekki að fátt þeirra sé þýtt á
færeysku. Notkunarsaga Færeyinga á íslensku efni, bæði lesefni og út-
varpi, væri þó út af fyrir sig forvitnilegt athugunarefni.
Þá koma tvær ritgerðir um sagnadansa, eftir Eyðun Andreassen og Vé-
stein Ólason, sem báðir byggja að verulegu leyti á samanburði færeyskra
og íslenskra dansa og styðjast við margvíslegar eldri rannsóknir á þessu
tiltölulega vel kannaða efni. Eydun fjallar m.a. um mismun á kvæðaforða
(sem rímurnar geyma e.t.v. skýringu á), Vésteinn meira um bragarhætti,
og virðast báðar greinamar vandað framlag til þessa sviðs bókmenntasög-
unnar. Þær eru, ásamt grein Stefáns, þær einu í bókinni þar sem höfundar
vinna í senn úr færeysku efni og íslensku.
Bókmenntahlutanum lýkur með greinum um Færeyinga sögu. Ólafur
Halldórsson ritar stutta kynningu á sögunni og yfirlit um feril hennar a
íslandi, varðveislu og áhrif. Um þetta má lesa nánar í öðmm ritum Ólafs,
en efnið er fróðlegt, ekki síst vegna stöðu Færeyinga sögu sem brautryðj-
andaverks í listrænni þróun íslenskra fomsagna. Færeyska framlagið er
eftir Rógvi Thomsen sem ritar um úrvinnslu færeyskra skálda, rithöfunda
og kennslubókahöfunda úr Færeyinga sögu, einkum túlkun þeirra á Sig'
mundi Brestissyni og Þrándi í Götu. Þrándur, skúrkur sögunnar, varð að
sjálfstæðishetju Færeyinga og skyggði smám saman á glæsihetjuna og
kristniboðann Sigmund, þar til heimastjóm var fengin og þjóðemisleg
túlkun Færeyinga sögu fjaraði skyndilega út. Þetta er skilmerkileg rann-
sókn, prýðilega fram sett og einkar fróðleg fyrir íslendinga, ekki vegna
þess að hér eigi í hlut íslenskt fomrit, heldur til samanburðar við notkun
íslenskrar þjóðemisstefnu á fornritum og fomöld. Færeyska dæmið er
mjög hliðstætt því sem hér gerðist, en að því Ieyti skýrara og einfaldara að
Færeyingar eiga ekki nema þessar einu söguhetjur frá fyrri öldum og
verða því að láta sér nægja mismunandi túlkun þeirra, þar sem íslend
ingar geta valið úr forða ólíks söguefnis eftir því sem smekkur og aðstæður
breytast.
I sögulega hlutanum
lands og Færeyja, hliðs
hjálmur Hjálmarsson og Edith í Jákupsstovu rita um fiskveiðar Færeying3
við ísland, Ingi Sigurðsson um viðhorf íslendinga til Færeyja og Færeying3
og Turið Sigurðardóttir á hliðstæðan hátt um viðhorf Færeyinga til Islan
og íslendinga. Edith var raunar ekki fyrirlesari á ráðstefnunni, hei
sendi hún stuttan pistil, sem þar var lesinn og hér birtur, byggðan á æsku
tvö greinapör sem beinlínis varða tengsl Is