Saga - 1995, Side 263
RITFREGNIR
261
núnningum sínum um þátt íslandsveiðanna í atvinnulífi heimabyggðar
sinnar. Vilhjálmur vinnur hins vegar úr ýmsum heimildum um útgerð
Færeyinga á Austfjörðum, og bætir hann verulega við aðgengilegan fróð-
leik okkar um það markverða efni. Ingi tekur saman örstuttan kjama um
samskiptasögu þjóðanna tveggja (bls. 218; hann má lesa sem inngang að
bókinni í heild) og gefur síðan skipulegt yfirlit, byggt á mjög rækilegri
heimildakönnun, um skrif íslendinga í bókum og blöðum um Færeyjar og
færeyinga. Turið gefur lauslegra yfirlit um hliðstæð skrif Færeyinga um
Island, en nefnir jafnframt ýmsa þætti úr samskiptasögu þjóðanna.
Onnur tvö fyrirlestrapör á ráðstefnunni fjölluðu um hliðstæð efni úr
færeyskri og íslenskri sögu: samskiptasöguna við Breta fram á 20. öld og
um mótun nútímaþjóðfélags. Um síðara efnið vantar því miður í bókina
færeyska innleggið. Eftir stendur yfirlit Stefáns Ólafssonar um „innreið
nútímaþjóðfélags á íslandi" sem hefur ábyggilega verið fróðlegt fyrir fær-
eyska ráðstefnugesti, og fyrir íslenska sagnfræðinga er greinin athyglisverð
*fing í að draga stórar þróunarlínur og styðja þær með einföldu talnaefni.
(Vert er að taka fram að þetta er að mestu leyti allt annað efni en Stefán
skrifar um í ritgerðasafninu íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990, en aðrir höf-
Undar fjalla í því safni um sumt af því sem Stefán drepur á lauslega hér.)
Stefán sækir efni til sagnfræðinga, tengir það og túlkar, og kann ég ekki að
lasta meðferð hans á því, nema hvað hann ætti varla að nota tölur Magn-
usar S. Magnússonar um „kaupmátt dagvinnulauna" einar sér sem mæli-
kvarða á lífskjaraþróun 1840-1914 (bls. 199); hann slær þar að vísu mikil-
væga vamagla (bls. 206-207), en mér virðist tölumar kalla á enn frekari fyr-
lrvara um eðli heimildanna, og megi nota þær sem vísbendingu í saman-
úurði við annað efni fremur en sem beinar niðurstöður.
Um hitt efnið, samskiptasögu eyþjóðanna við Breta, fjalla Anna Agnars-
úóttir og Hans jacob Debes (sem em, ásamt Inga Sigurðssyni, sagnfræðing-
arnir í höfundahópnum). Ritgerðir þeirra beggja em efnismiklar, og verða
Þau þó að fara misfljótt yfir sögu í yfirgripsmiklu efni. Anna tengir
aðallega saman rannsóknir Bjöms Þorsteinssonar á „ensku öldinni", sínar
ei8ln á tíma Napóleonsstyrjaldanna og Sólrúnar Jensdóttur á heimsstyrj-
aldarámnum fyrri. Það er læsilega gert og getur verið handhægur inn-
gangur fyrir íslenska lesendur, þótt við höfum annars staðar aðgang að
- ri umfjöllun um þessi efni, m.a. í ritgerðum Önnu sjálfrar.
. Ritgerð Debesar er sá kafli bókarinnar sem gefur ókunnugum íslend-
lngi víðtækastan fróðleik um sögu Færeyja. Þegar skútuveiðum fyrri alda
Ppir em áherslur þeirra Önnu næsta ólíkar. Debes segir ekkert um
apóleonsstyrjaldirnar (þar koma Færeyjar hins vegar lítillega við sögu í
umfjöliun Önnu) og víkur fáum orðum að fyrri heimsstyrjöld (ég skil hann
^v° að þá hafi Færeyjar, gagnstætt íslandi, verið meginlandsmegin við
a nbannslínu bandamanna). Hins vegar rekur hann landhelgismál aftur