Saga - 1995, Page 264
262
RITFREGNIR
í aldir (og gildir sú umfjöllun jafnframt um ísland), fjallar rækilega um
ágang breskra togara á Færeyjamiðum (Anna drepur aðeins á upphaf
þeirrar sögu við ísland) og endar á hersetu Breta á stríðsárunum síðari.
Þá er meginefni bókarinnar upptalið. Frágangur hennar er íburðarlaus
en vandaður. Ráðist hefur verið í að steypa í eitt heimildaskrá greinanna og
samræma tilvísanir. Slíkt er jafnan mikið yfirleguverk og virðist hafa tekist
slysalítið, nema hvað hreppsbækur íslenskar eru tilfærðar með titli án þess
að tilgreina hvar þær séu niður komnar. Heimild, sem í texta heitir „Trónd-
ur í Gotu 1991", finnst í heimildaskrá sem Sálmabók Foroya Kirkju, og l®1
ég lesendum eftir að giska á hvemig Þrándur karlinn hefur orðið að sálma-
skáldi.
Óneitanlega vaknar sú spuming hvort okkur nýtist efni á færeysku.
Maður á að vera læs á hana nokkurn veginn sjálfkrafa, en er það svo í raun?
Þangað til ég las þessa bók hafði ég þess konar kynni af færeysku sem her
munu vera algengust: hafði bara prófað af fikti, og með misjöfnum árangri/
að stauta mig fram úr blaðaklausum og öðmm smátextum. Það reyndist
hins vegar miklu viðráðanlegra að lesa heilar ritgerðir hverja af annarn.
Orð, sem ég misskildi í upphafi, skýrðust oftast af samhenginu, annað-
hvort strax („síggja" sem ég hélt að væri „segja" en reyndist vera „sjá" með
skerpingu) eða á endanum („nógv" sem var greinilega eitthvað annað en
„nógu" og kom smám saman í ljós að hlyti að merkja „mjög") eða í neyð
með samanburði við enska ágripið („kalvi" sem ég hefði aldrei séð af sam-
hengi að væri „lúða"). Þegar það er talið meðal aukabúgreina að „velta ephr
til húsbrúk" hlýtur það að tengjast yarðeplum, og þegar það reynist nokkr-
um línum síðar vera gert í maí-júní hlýtur það að merkja að setja niður
kartöflur; svona rekur þetta sig að mestu leyti. Maður þarf ekki að hafa
lært færeysku eða að lesa hana með orðabók og tilfæringum, en víst myndi
það létta lesturinn að fá ögn af skýringum með. Stundum sá ég fyrir mer
eina eða tvær smáleturslínur neðanmáls á hverri síðu þar sem birt væri: (a)
dæmi um hljóðréttar samsvaranir íslenskra og færeyskra orða, gjama sömu
dæmin endurtekin á fárra síðna fresti; (b) skýringar á mjög algengum orð-
um sem em ólík eða annarrar merkingar í færeysku en íslensku, t.d. sum-
um fomafnsmyndum og orðum eins og „nógv", sömu atriði endurtekm a
allmargra síðna fresti, og (c) skýringar einstaka orða á sömu síðu, orða eins
og „kalvi". En svona skýringar þyrftu að styðjast við meiri undirbúning en
ætlast má til af útgefendum einstaks ráðstefnurits.
Að öllu athuguðu virðist mér þessi blandaða bók verðug tilraun og nogu
vel heppnuð til að hana mætti gjama endurtaka í eitthvað svipaðri mynd-
Helgi Skúli Kjartansson