Saga - 1995, Qupperneq 266
264
RITFREGNIR
vallarágreining við Vesturlönd. Þrátt íyrir pólitíska, hemaðarlega
(með því að útvega vopn og ráðgjafa) og diplómatíska íhlutun í
svæðisbundnum átökum horfðum við framhjá þeim áhrifum sem
hún hafði á ... spennu milli Sovétríkjanna og Vesturlanda og á allt
samband þeirra.2
Jón Ormur horfir líka framhjá þessum áhrifum; að minnsta kosti gerir
hann þeim ekki næg skil.
Bók á borð við þessa á að nýtast þeim sem vilja lesa meira um eitthvert
tiltekið efni, kannski eftir að hafa séð greinar í dagblöðum eða heyrt fréttir 1
útvarpi og sjónvarpi. Og hún á því auðvitað líka að nýtast þeim sem semja
greinamar og fréttimar. Það væri hiklaust miklu þægilegra fyrir alla að
nota bókina ef nafnaskrá væri í henni og helst líka skrá yfir merk ártöl 1
sögu þeirra ríkja og þjóða sem fjallað er um.
Jóni Ormi var vandi á höndum að velja átök til að fjalla um því víða var
barist. Eftir yfirlitið um ástæður átaka í samtímanum koma kaflar um
Júgóslavíu, Norður-írland, Afganistan, Kúrda, Líbanon og Palestínu, einn
kafli um Persaflóa, Sádi-Arabíu, Kúveit, fran og írak, annar um Mið-Am-
eríku og loks þrír stuttir kaflar um Kýpur, Sri Lanka og Austur-Tímor.
Við þetta er í raun ekkert að athuga. Þó hefði kafli um Kákasus líka átt að
vera þama. Jón Ormur lauk við bókina í ágúst 1993 en nokkrum árum
áður höfðu blóðug átök blossað upp þar sem ekki sá fyrir endann á. „Li'
banon er hér," sagði Zvtad Gamsakúrdía, fyrrverandi forseti Georgíu, snemma
árs 1991.3 Átök milli Armena og Asera vom hins vegar hörðust, hundruð
þúsunda Armena hröktust frá Aserbaídsjan og mikið var barist í héraðinu
Nagomó-Karabak sem þjóðirnar deildu um. Loks má minnast á Tsétsémju
sérstaklega í ljósi stríðsins sem þar hefur geisað frá því í desember í fyrra-
Eftir að Tsétsénar lýstu yfir sjálfstæði í nóvember 1991 stappaði oft naerri
átökum milli þeirra og Rússa og endaði það með því að stríð braust út í des-
ember í fyrra. Það hefði því verið sjálfsagt að gera atburðarásinni þar og
annars staðar í Kákasus góð skil og fjalla um rætur átakanna.
Víkur þá sögunni til Balkanskaga. Jón Ormur gerir ágætlega grein fyrir
því hvers vegna stríð varð í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu, rekur sogu
þjóðanna þar og nánasta aðdraganda átakanna. Þó er bagalegt að harm
fjallar lítið sem ekkert um hvort eða hvaða máli trúarbrögð skipti í þeim. Eg
held að fólk spyrji sig oft að þessu og bók sem þessi ætti að veita svör eða
benda á hvað þeir, sem gerst þekkja, halda. Misha Glenny, virtur sérfrax)
ingur í sögu og samtíð Austur-Evrópu, hefur sagst hafa áhyggjur af þvl
2 Vjatseslav Dashítsjev: „The Search for New East-West Relations." Uteratúrna
ja gazéta, 18. maí 1988, í The Current Digest of the Soviet Press, 40. árg. 24. tbl-
13. júlí 1988,4.
3 The Wall Street Journal (Evrópuútgáfa), 21. feb. 1991.