Saga - 1995, Page 267
RITFREGNIR
265
hvað trúarbrögð væru farin að dragast inn í deilumar.4 í fyrirlestri við Há-
skóla Islands í október var sagði Mihajlo Mihajlov, rússneskur Júgóslavíu-
sérfræðingur, hins vegar „fáránlegt" að þau skiptu máli í átökunum.
Gott er að Jón Ormur lætur tilfinningar ekki ráða ferðinni of mikið í um-
fjöllun sinni en stundum finnst manni það brenna við, sérstaklega þegar
fólk krefst þess að ríki á Vesturlöndum „geri eitthvað" til að stöðva átökin.
Ekki er nóg að stöðva þau, heldur verður líka að tryggja varanlega sátt á
svaeðinu. Það er hægara sagt en gert þegar leiðtogar Serba og Króata, stærstu
þjóðanna, em jafn herskáir og raun ber vitni en Jón Ormur leggur rétti-
lega nokkra áherslu á það (46-49). Þeir hafa jafnvel komið þeim á óvart
sem ættu þó að þekkja þá vel, til dæmis Alija Isetbegovic Bosníuforseta. I
mars 1992, þegar hörðustu átökunum hafði linnt í Króab'u, sagði hann: „Ég
held að hættan á borgarastyrjöld sé liðin.... Eftir reynsluna í Króatíu vogar
enginn sér að hefja slík átök að nýju."5
Auðvitað skiptir afstaða Vesturvelda líka máli. Jón Ormur vitnar í þau
°rð fréttaskýrenda og fræðimanna að Þjóðverjar hafi örugglega verið of fljót-
ir að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu árið 1991 (25, 28, 47) og
Bretar hafi komið í veg fyrir öflugri hemaðaraðgerðir gegn Serbum, eins og
Bandaríkjamenn vildu, vegna þess að þeir óttuðust að það bitnaði á gæslu-
liði og starfsmönnum hjálparstofnana (53).
Um stríðið í Bosníu segir Jón Ormur að Vesturveldin hafi litla sem enga
viðskiptahagsmuni þar og af þeim sökum hafi aldrei komið til greina að
þau sendu hálfa milljón hermanna þangað eins og þau sendu til Kúveits
(53). Svona einfaldur samanburður stenst þó ekki. Þessi hálfa milljón gerði
1 raun lítið í Kúveit en aðstæður em allt öðmvísi í Bosníu og nágrenni, auð-
séð að miklu fleiri myndu falla og miklu minni líkur á sigri (væntanlega
yfir Serbum) eftír stutt átök, eins og hemaðarsérfraíðingar reiknuðu með að
^yndi gerast við Persaflóa.
Eftir stutt yfirlit um átök á Norður-írlandi, ágætt að öðm leyti en því að í
fextanum er aragrúi talna sem ætti betur heima í töflum og súluritum,
byrjar Jón Ormur svo að fjalla um átök utan Evrópu. í kaflanum um Af-
8anistan segir hann að vinstrimenn í landinu hafi skipst í nokkra arma,
e*nkum Khalq-flokksbrot lenínista og Parcham en þar væm „hægfara um-
D°tasmnaðir marxistar" og ráðamenn í Sovétríkjunum hefðu viljað styðja þá
°8 aðrar „hægfara hreyfingar vinstrimanna frekar en lenínista." (80). Ef
*r>arka má bók, sem Rosanne Klass ritstýrði og Jón Ormur bendir á sem gott
esefni um Afganistan, deildu þessar fylkingar í raun ekki um hugmynda-
^ Misha Glenny: TheFall ofYugoslavia. (Ný útgáfa). London 1992, 212.
Ehe Guardian, 6. mars 1992.