Saga - 1995, Page 269
RITFREGNIR
267
ur við minninguna um Víetnam í eitt skipti fyrir öll."7 Kúrdar höfðu verið
hvattir til að rísa upp gegn stjómvöldum í Bagdad en fengu svo litla aðstoð
frá Vesturlöndum þegar stríðinu var lokið. Bush var gagnrýndur fyrir
þetta og svaraði þá að „Bandaríkin [ætluðu] ekki að beita hervaldi til að
hlutast til um innanríkismál íraks og eiga á hættu að lenda í ógöngum
eins og í Víetnam."8 Orðið hræsni kemur helst í hugann.
Hitt er álitamál hversu glöggt á að sýna það í bók á borð við þessa að
manni sé heitt í hamsi. I Persaflóakaflanum er Jóni Ormi stundum full-
mikið niðri fyrir. Hann gagnrýnir fréttaflutning af Persaflóastríðinu og
minnist á sjónvarpsmyndir af „herbílum á flótta sem skotnir em í tætlur
af bandarískum skriðdrekum" um leið og fagnaðaróp ungra hermanna
glymji: „Sú hugsun að bílamir hafi verið fullir af feðmm ungra bama í írak
°g fullir af sonum venjulegs fólks kviknar síður hjá flestum sem á þetta
horfa." (198) C'est la guerre, myndi einhver segja og vísa ásökunum um
hræsni á bug með svipuðum hætti.
Það er til dæmis athyglisvert að skoða svör tveggja frammámanna í
Eystrasaltsríkjunum við því hvort orðstír Bandaríkjanna hefði beðið hnekki
þegar ekki var stutt við bakið á Kúrdum og sjíta-múslimum í írak eftir
uPPgjöf valdhafa í Bagdad. Vytautas Landsbergis, þingforseti og þjóðarleið-
togi í Litháen, gagnrýndi Bandaríkin og benti á svipaðar áeggjanir til lit-
háískra skæmliða eftir seinni heimsstyrjöld án þess að þeim bærist raun-
hæf aðstoð. Utanríkisráðherra Eista, Lennart Meri, lofaði Bandaríkin á hinn
Eóginn og sagði: „Utanríkisstefna hvers ríkis byggist á því að verja og
víkka eigin þjóðarhagsmuni þess."9
Kannski er realpolitik því réttara orð en hræsni yfir stefnu Vesturveld-
anna við Persaflóa. Þetta er að minnsta kosti ágætis dæmi um pólitísk álita-
mál í bókinni sem Jón Ormur talar um í inngangi hennar.
I kaflanum um Mið-Ameríku er Jón Ormur hvassyrtur enda auðvelt að
Enna dæmi um yfirgang Bandaríkjanna þar. En þótt svo sé, er of einfalt að
seg]a að vinstrisinnaðir andstæðingar þeirra og spilltra stjómvalda á þess-
Urn slóðum, sandínistar í Níkaragúa, Farabundo Marti skæmliðar í E1
Salvador og fleiri, hafi barist fyrir „lýðræði og mannréttindum," eins og
Jón Ormur segir í kaflanum um átök í samtímanum (12). Uppreisnar-
fnenn á Kúbu börðust líka fyrir þessum hugsjónum en sviku svo málstað-
lnn- Hér má því vitna í orð sem maður nokkur lét falla árið 1983: „Ég get
stutt marxisma svo lengi sem hann snýst um að steypa herforingjastjóm
en eg vil alls ekki lifa við hann."10
7 biternational Herald Tribune, 2.-3. mars 1991.
8 Sama, 20.-21. apríl 1991.
9 The Wall Street Journal (Evrópuútgáfa), 10. apríl 1991.
R°y Blount, Jr, í „Playboy" 1983. Fred Metcalf: The Penguin Dictionary ofModem
kiumorous Quotations. London 1986,159.