Saga - 1995, Page 276
274
RITFREGNIR
En nú tók heilsu Óskars sjálfs að hraka. Hann hafði alla tíð verið ástríðu-
maður í vinnu, mat og drykk. Sem fullvaxta ungur maður hafði hann verið
70-80 kg að þyngd en nú hafði hann tvöfaldað þyngd sína, var 150-160 kg.
Um hann mátti segja líkt og orðhagur maður sagði um Pétur mikla: „Hann
brenndi lífskerti sitt í báða enda." Síðustu vikur ársins 1952 hrakaði heilsu
Óskars mjög. Hann lést 15. janúar 1953.
Þess var áður getið að Óskar sneri sér að sjávarútvegi árið 1916. í fyrstu
stundaði hann einkum lifrarbræðslu en þegar fram í sótti varð rekstur hans
fjölþættari og þá kom í Ijós hugvit og frumleiki sem vart á sér hliðstæðu í
íslenskum sjávarútvegi. Hann stundaði hefðbundna útgerð og fiskvinnslu
víða um land en bryddaði jafnframt upp á nýjungum s.s. grálúðuveiðum
fyrir Norðurlandi og útgerð á Grænlandi.
En síldin var fiskurinn sem átti hug hans allan. „Norðurlandssíldin er
eðalborin skepna, bæði að fegurð og vitsmunum", segir íslandsbersi á
einum stað í Guðsgjafaþulu. Allt frá því Óskar kynntist síldinni fyrst í fyrri
heimstyrjöldinni snerist líf hans um þennan duttlungafulla fisk. Hann var
einn helsti hvatamaður þess að ríkið byggði síldarverksmiðjur, hann gerði út
síldarbáta, frysti síld, byggði söltunarstöðvar út um allt land og rak þær af
miklum krafti. Síldarvinnsla hans gekk upp og ofan, hann varð fjórum sinn-
um gjaldþrota. Styrjaldarárin síðari og hin næstu ár urðu hallkvæm, m.a.
græddist honum talsvert fé á því að bjarga steinnökkvum af Frakklands-
strönd og selja til hafnargerðar.
Þetta er í skeytastíl sá efniviður sem höfundur hefur úr að vinna. Ásgeir
skrifar mjög kraftmikinn stíl og stundum glannafenginn sem fellur vel að
efninu. Og hann lendir í sama fari og flestir ævisagnaritarar, aðdáun hans
á söguhetjunni skín hvarvetna í gegn og lái honum hver sem vill. Lesand-
inn fer sennilega sömu leið, samúðin verður öll með þessum sérstæða manru
sem um er fjallað.
Bókin er þó langt frá því að vera gallalaus fremur en önnur sambærileg
verk. Ásgeir skrifar textann ýmist frá eigin brjósti eða eftir heimildum, oft
prentuðum, en styðst einnig við dagbækur og aðrar óprentaðar heimildir
auk þess sem munnlegar heimildir eru notaðar. Þetta er svo sem allt í
besta lagi en verra er að ekki er vísað til heimildanna svo sem venja er í
sagnfræðiritum. Einnig setur það lesendann í nokkum vanda að langar til-
vitnanir eru hvorki sérgreindar með breyttu letri, inndrætti né neinu
slíku, svo að stundum þarf lesandi að leita til baka til að finna hvort til-
tekin efnisatriði em frá höfundi eða einhverjum öðmm. Hér má vera að
fremur sé við prentsmiðju eða útgáfu að sakast en höfundinn sjálfan.
Efnislegar villur em fáar og skipta tæpast vemlegu máli en alltaf eru
þær til lýta á góðri bók og vekja grunsemdir um flaustur við frágang. Á
bls. 57 er sagt frá upphafi síldarbræðslu á íslandi á heldur ónákvæman
hátt. Árið 1911 vom þrjár smábræðslur á Siglufirði en ekki tvær. Bræðslu-