Saga - 1995, Page 280
278
RITFREGNIR
feril. Tiltölulega algengt virðist að starfsmenn utanríkisþjónustunnar finni
hjá sér hvöt til að tjá sig um efni sem tengjast störfum þeirra á einn eða
annan hátt. Má þar nefna Pétur Eggerz, Agnar Kl. Jónsson, Pétur Thor-
steinsson og Einar Benediktsson, auk Hannesar. Sumt af þessum skrifum
er afar gott, en annað hefur ekki mikið gildi. Ríkar embættishefðir eða skýr-
ar ímyndir embættismennsku geta varla talist meðal megineinkenna á stjóm-
sýslu íslenska ríkisins. Þó hefur stundum þótt loða við utanríkisþjónust-
una að þar ríkti annað viðhorf til embættismennsku hvað þessi atriði varðar
en annars staðar í stjómsýslunni. Utanríkisþjónustan hefur verið í tiltölu-
lega nánum tengslum við stjómsýslu annarra ríkja, eins og vera ber, og
e.t.v. mótast meira af erlendum stjómsýsluhefðum, allt frá þeim tíma er
Sveinn Bjömsson lagði að henni gmnninn á millistríðsárunum. Ymsir af
árekstrum Sveins Bjömssonar við íslenska stjómmálamenn - sem bæði
Gylfi Gröndal og Birgir Thorlacius fjalla um - kunna einmitt að hafa stafað
af ólíkum skilningi á stöðu framkvæmdavaldsins gagnvart þjóðþinginu,
sem og ólíkum skilningi á alþjóðlegum skuldbindingum ríkja.
Vandinn við bók Hannesar Jónssonar er sá að hann virðist ekki fyllilega
hafa gert upp við sig hvers konar bók hann ætlaði sér að skrifa. Að hluta til
er bókin mjög persónuleg. Þar er að finna reynslusögur af Islendingum
erlendis, innan um frekar nákvæmar lýsingar á hversdagsstörfum höf-
undar og harkalega sleggjudóma um einstaklinga; allt efni sem tilheyrir
hinni dæmigerðu íslensku ævisögu. Sögumaður setur ekki ljós sitt undir
mæliker, frekar en vera ber, en ekki er þó frásögnin af hans þætti alltaf
jafn trúverðug. Frásögnin af því að nokkrir erlendir blaðamenn hafi fundið
það upp hjá sjálfum sér eftir blaðamannafund með Hannesi 1973 (sem þá
var blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar) að flytja heimsbyggðinni rangar fréttir
um að Bretar hefðu sökkt einu af skipum landhelgisgæslunnar (Árvakri)
er til dæmis einkar ótrúverðug.
Um skemmtigildi bókarinnar má vafalaust deila, en oft hefði höfund-
urinn mátt horfa gagnrýnni augum á textann. Saman við hið sjálfsævi-
sögulega efni er í bókinni blandað greiningu höfundar á þróun ýmissa al-
þjóðaviðburða og reifaðar kenningar hans um hin aðskiijanlegustu efni. Hér
skal ekki tekin afstaða til kenninga Hannesar, en á hitt er vert að benda að
framsetning þeirra í bókinni stenst engan veginn þær kröfur sem gera má
til fræðilegs texta, hvorki hvað efnistök né heimildanotkun varðar. Vafa-
laust hefði bókin orðið læsilegri ef höfundurinn hefði hamið fræðilega sýn-
ingaráráttu sína betur.
Ævisögur em ekki dæmdar eftir því hvort menn hafa lifað merkilegu
lífi eða gegnt mikilvægu hlutverki. Bók Birgis Thorlaciusar, í pjónustu for-
seta og ráðherra, geldur þess vafalaust að höfundurinn hefði - vegna víð-
tækrar reynslu í þjónustu ríkisins - getað skrifað merkilegri bók. Bókin er
reyndar alls ekki ævisaga Birgis. Það má frekar líta á hana sem tilraun til