Saga - 1995, Page 282
280
RITFREGNIR
Faðir Halldóru Briem var séra Þorsteinn Briem, föðuramma var Halldóra
Pétursdóttir og föðurafi Ólafur Eggertsson Briem, bóndi og alþingismað-
ur. Að henni stóðu því styrkir stofnar listamanna, presta og stjómmála-
manna og var heimanmundur hennar góðar gáfur, og tónlistar- og trúar-
uppeldi.
Þegar Steinunn Jóhannesdóttir tók þátt í gerð heimildarmyndar um
Halldóm árið 1988 hófust kynni þeirra. Myndin, sem hét Dódó, var sýnd í
Sjónvarpinu sama ár. Þá varð höfundi ljóst að Halldóra „...var gædd fjöl-
þættum hæfileikum og bjó yfir mikilli lífsreynslu. Hún var auk þess óvenju-
lega heillandi kona, margfróð og minnug með afbrigðum. Eg hugsaði oft til
þess að saga hennar mætti ekki glatast,..." (bls. 313).
Undirritaður átti því láni að fagna að kynnast Halldóru Briem í Stokk-
hólmi þegar ég og fjölskylda mín bjuggum hjá henni veturinn 1987-88.
Það var gott að vita að hafist var handa við að setja lífshlaup Halldóru á
bók, því saga hennar á erindi við marga. Það kom líka á daginn því bókin
hefur verið mjög vinsæl.
Steinunn skiptir verkinu í fimm bækur sem hver um sig hefur marga
undirkafla. Hver bók tekur fyrir afmarkað tímabil í lífi Halldóru. í grófum
dráttum má segja að fyrsta bókin fjalli um bernskuna. Halldóru er fylgt
frá Hrafnagili að Mosfelli í Grímsnesi og loks upp á Akranes. Faðir Hall-
dóru, séra Þorsteinn Briem, flutti þama á milli brauða. Móðir Halldóru var
heilsutæp og lést þegar sögupersónan var 11 ára. Umfjöllun um veikindi
hennar setja mikinn svip á fyrstu kaflana. Eins og í fjölmörgum öðmm
ævisögum er æskan heillandi og skemmtilegur tími að minnast. Þar fær
gott minni Halldóru að njóta sín. Hún dregur upp myndir af mannlífi á Is-
landi á öðrum og þriðja áratugi aldarinnar, lýsir hugarheimi bama og ólík-
um reynsluheimi í sveit og sjávarþorpi.
Ónnur bókin fjallar um unglingsárin og nám í Menntaskólanum í Reykja-
vík, þar til Halldóra fer til náms í arkitektúr í Stokkhólmi. Strax í fyrstu
köflunum er greint frá góðum námshæfileikum Halldóm, og í mennta-
skóla virtist hún njóta sín vel. Hún lýsir pólitískum átökum kreppuár-
anna og hvemig hún skyndilega er dregin inn í þá atburðarás.
Þriðja bókin tekur fyrir námsárin í Stokkhólmi og greinir frá því fólki
sem Halldóra kynntist og „baráttunni" í leitinni að hinum „rétta". Þar er
einnig sagt frá innri baráttu hennar um trúmál og hvemig vinir hennar
sósíalískir trúleysingjar, höfðu áhrif á bamatrú hennar.
Fjórða bókin fjallar um sambúð Halldóru og Jans Ek, eiginmanns henn-
ar, segir frá bömum þeirra og erfiðleikum. Jan Ek lést langt fyrir aldur
fram. Þó svo að víða sé komið að því að Halldóra var mjög hrifin af manni
sínum, „... snareygum, gáfuðum lækni með sólina í hárinu," þá var sam-
búðin erfið. Þau eignuðust fimm böm saman. Jan var á sama tíma í sam-
böndum við aðrar konur og eignaðist bam með einni þeirra. Það fyrirgaf